mánudagur, maí 12
Ég bý í segregated society. Nú verð ég að viðurkenna að ég hef búið á mörkum Harlem í tæplega eitt ár, 122 stræti, en aldrei hef ég farið upp fyrir 125 stræti. Það eina sem ég hef átt að sækja á 125 stræti er neðanjarðarlestarstöðin og McDonaldsstaðurinn sem er einmitt á horninu á Broadway og 125 stræti (hmmm. ég er ekki hamborgararass og hananú. Hef aðeins farið á McD fimm sinnum síðan ég flutti hingað...). En í dag ákvað ég að þetta væri Harlem dagurinn minn. Og ég gekk niður 125 stræti, sem einnig er þekkt sem Martin Luther King Boulevard, og Halló! fann ég ekki H&M og aðrar hörkubúðir á götunni þegar ég gekk eftir hana í austurátt. Ég hef eytt svo miklum peningi í föt núna í dag að ég gispa bara og reyni ekki að hugsa um það. En ég byrjaði með því að segja að ég bý í flokkaskiptu samfélagi. Og ég geri það. Ég gekk fimm kílómetra niður 125 stræti í dag. Og ég sá svo mikið sem fjóra hvíta einstaklinga (fyrir utan mig auðvitað, ég ljóshærða skandinavíska mjaltarstúlkan). Og pæliðíþví, Kólumbíuháskóli er á 116 stræti. Þar eru svo sem 90 prósent nemenda hvítir, hinir eru asískir... America, land of the free.
Já, og við gengið erum búin að komast að niðurstöðu. Við erum öll ónýt eftir meistaranámið. Svo þið vitleysingarnir sem reyna að halda því fram að þetta sé sætt líf að fá borgað muchos money við að sitja og lesa og læra, hugsið betur. Það er eins og síðustu þrír mánuðir hafi verið á sífelldri adrenalínsprautu, og núna þegar hún er farin, þá sitjum við öll eftir og vitum ekki hvað við eigum af okkur að gera. Munið þið eftir lélegu bíómyndinni með Brendan Fraser og Liz Hurley? Þið vitið, þar sem Brendan selur sál sína til djöfulsins Liz og vinnur hana aftur undir lokin með herkjum? Well, í þeirri bíómynd er stórmerkileg sena þar sem Brendan gengur inn í skemmtistað djöfulsins. Þegar Brendan gengur fyrst inn til að selja sálu sína, þá er fullt af myndarlegu fólki að dansa og allt gengur vel og allt lítur vel út. Þegar Brendan kemst síðan loksins að því að það er kannski ekki nógu gott að selja sálu sína, fer hann aftur til djöfulsins og þá er sama fólkið ennþá að dansa, nema að núna er hávær diskótónlistin orðin stöðnuð og ógnvekjandi og dansararnir dansa enn eins og þeir eiga lífið að leysa, nema núna er það í bókstaflegri merkingu, þar sem dansararnir geta ekki hætt að dansa... Og pointið með þessari sögu? Við Morningside Crew erum búin að komast að því að þetta er lífið okkar.
Tja, en nóg um það. Á morgun held ég áfram að lesa "May You Have a Hundred Sons", stórmerkilega feminíska frásögn af lífi indverskra kvenna, og fara á vísindaskáldsöguleikrit með Helenu, gothvinkonu minni og eðalmey.
03:13