mánudagur, maí 12
Eg eyddi svo innilega hálftíma í gær að leita að einhverjum stað í New York fylki þar sem ég gæti farið og verið í tvo daga án þess að heyra í umferðinni sem er alltumlykjandi hérna. Ég bý á Broadway, sem þýðir það að það er ekki hægt að komast hjá umferðaróhljóðunum. Og núna þegar vorið er komið (fyrsta útlenska lyktin blossaði upp í fyrradag, þegar það var tiltölulega heitt, og mikill loftraki, og ég fann fyrir erlenda blómailminum) og Íslendingurinn í útlöndum finnur ósjálfrátt fyrir skyndilegri löngun að komast í skarpt íslenskt vorið þar sem enginn loftraki er, engin mugga, engin fýla (já og engin sól, ahem....). Og auðvitað lét ég af því að æsa upp Íslandsþrá mína með að fara í gegnu myndir sem einhver erlendur túristi tók af landinu og setti á netið. En eftir hálftíma leit á netinu komst ég að því að allir gististaðir hérna í New York fylki væru dýrir, dýrir og dýrir svo ég læt ekki vera af því að hverfa í þrjá daga.