laugardagur, apríl 26
Stórmerkilegt! Ég skilaði inn meistararitgerðinni minni á þriðjudaginn og hef verið hálftóm síðan. Það er furðuleg tilfinning að vera að vinna að einhverju í margar vikur og síðan er það búið og ég get ekki gert meira. Eftir að hafa lesið ritgerðina yfir compulsively yfir aftur og aftur á þriðjudaginn og gert breytingar hér og þar á orðalagi, tók ég þá ákvörðun klukkan tvö að prenta hana út og lesa hana ekki aftur. Ég ljósritaði hana, og skilaði henni inn á skrifstofuna í þríriti klukkan hálffjögur. Og fór í tíma. Furðulegt furðulegt. Furðuleg tilfinning skal ég segja ykkur. En er vinnan mín búin. Nei gisp. Nú hef ég tíu daga til að skrifa aðrar þrjár ritgerðir. Gisp.
En hvað hef ég verið að gera síðustu dagana. Hmmm. Á þriðjudaginn fór ég á Greenblatt. Greenblatt er stórstjarna innan akademíunnar, en er kannski einna helst þekktastur meðal almennings fyrir að vera aðal consultant á stórmyndinni "Shakespeare in Love". Þetta var mjög athyglisverður fyrirlestur, og við tækifæri skal ég segja meira frá honum í merkilegu "Starspotting" seríunni minni. En ekki strax. Ég er enn að velta hugmyndum/hugmyndaleysi hans fyrir mér.
Well og síðan hef ég verið að reyna að byrja á hinum ritgerðunum mínum, en mein Gott, ég get ekki einbeitt mér. Á morgun verður sem sagt að duga og drepast, því að þrátt fyrir að meistararitgerð mín sé komin inn, þá verð ég víst að klára hina áfangana mína til þess að útskrifast. Ritgerðirnar eru kannski ekki mikið mál, nema hvað helst að ég þarf að skila einni inn til Edwards Saids sem er auðvitað brútal!
Sem minnir mig á það, ég hélt fyrirlestur fyrir Edward Said á mánudaginn. Eins og alþjóð veit, þá er Said afar dónalegur við nemendur sína. Stysti fyrirlesturinn hingað til entist í tíu sekúndur áður en hann kallaði grey nemandann fífl og leyfði honum ekki að segja meira. Það þýðir nefnilega ekki að skrifa fyrirlestur fyrir Said. Við skrifum glósur og reynum að koma hugmyndum okkar til skila, en oftar en ekki fer Said á einhverjar allt aðrar slóðir og grillar nemendann sem situr fyrir svörum í hugmyndasvæðum sem "silly" nemandinn hafði ekki hugsað út í. Said var síðan í afar miklum ham á mánudaginn. Said, sem er mjög veikur, með ólæknandi magakrabba, hefur greinilega fundið fyrir miklum sársauka síðan hann byrjaði að kenna. Ég er búin að mynda mér kenningu. Said vinnur á X og Y skalanum. X skalinn er sársaukaskalinn hans og Y skalinn er dópskalinn, og það fer eftir því hvar hann er á grafinu hvernig tímarnir ganga fyrir sér. Síðustu þrjár vikurnar hefur hann verið afar hátt uppi á Y skalanum. Þetta hljómar kannski afar callous, en þetta hefur hentað okkur nemendum hans vel, því að þegar hann er dópaður mikið upp hefur hann ekki haft orku til að rífa okkur niður eins og hann er vanur. En ekki á mánudaginn. Ónei, Binna var grilluð. Algjörlega. I stood up to it, I am proud to say, en gekk út í trans. Þið vitið kannski að ef ég væri að skrifa á ensku myndi ég ALDREI segja þetta. Said is god. Veit það alveg. Hann er einn af merkustu hugsuðum nútímans, mikill baráttumaður í réttindabaráttu Palestínumanna, og er upphafsmaður síðnýlendustefnunnar í bókmenntafræði. En hann er ekki góður stjórnandi málstofu. Ég hef þó ákveðinn grun um að hann sé að fíla mig. Hann brosti nefnilega til mín þegar barbekjúinu var lokið og sagði mér að ég gæti haldið áfram fyrirlestrinum mínum í næstu viku...
Já, og síðan VERÐ ég að segja ykkur frá miðvikudaginum. Miðvikudagurinn er semsagt ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað í þessari viku. Villtur trylltur dagur, enda vorum við fyrstaársnemendur loksins að uppgötva það að ritgerðinni var skilað inn. Dagurinn byrjaði í miðbæ New York þar sem Jean Howard tók bekkinn í heimsókn í Frick listasafnið til að horfa á málverk. Jean var afar alúðleg við mig og ég er aftur komin í aðdáendahóp hennar. Við slúðruðum meiraðsegja aðeins um Greenblatt. Tíhí. En nóg um það. Þegar listasafninu líkur ákveðum við Allison, Edward og Little John að fara á veitingastað og förum á einn dáldið dýran. Eftir það er ekki aftur snúið. Ég fer niður á fimmtugasta stræti til að kjósa í íslenska konsúlatinu, legg mitt af mörkunum til að koma vinstristjórn til valda (U baby U, yeah!), og fer síðan til krakkanna sem hafa elt mig. Komum við okkur fyrir á Zarela's, mexíkóskum veitingastað þar sem við pöntum okkur margarítur til að halda upp á ritgerðarlok. Þetta var eitthvað sem við hefðum getað látið ógert. Það tekur mig þrjá tíma að ljúka tveimur margarítum (já, 2) og þegar ég reyni að standa upp í lokin, gerist eitthvað furðulegt... Ég slaga. Lethal margaritas.
En Allison hefur fengið þessa brilljant hugmynd, og við brunum niður á 12 stræti þar sem við förum í tyrkneskt gufubað. Þetta tyrkneska gufubað er ógeðslegasti subbustaður sem ég hef nokkurn tímann séð. Skanky óhreinn staður með furðulegu fólki sem reynir að tala við mann þegar maður situr og er að reyna að anda í heitasta gufubaði sem ég hef vitað til. Og þar sem ég er ekki ein af þeim sem gengur um með sundbol í veskinu mínu, fór þetta allt fram í nærfötunum og suddasloppi sem suddastaðurinn útvegaði. Þegar við göngum upp úr baðinu, bleikar rúllupylsur, fjörutíumínútum seinna, langar mig helst að brenna þessi nærföt. Allison og Edward fara á Union Square en ég held áfram heim á leið til að brenna nærfötin. Sem gengur þó ekki eftir. Því að þegar ég geng inn í íbúðina mína bíður íslenski gesturinn þolinmóður eftir mér til að flytja og fjórir örvæntingarfullir tölvupóstar frá bitrum Belga sem skilur ekki afhverju enginn mundi eftir ammælinu hans. Og ég þarf að taka stutta sturtu áður en ég bruna aftur niðrí miðbæ með tvær fimmtíukílóa ferðatöskur og kodda undir hendinni, og taka síðan aftur leigara heim til að borða pitsu og súkkulaði og drekka Heineken og telja kjark í mann sem er orðinn afgamall tuttuguogþriggja ára að aldri.
En hvað með Allison og Edward? Well, það er nú saga að segja frá og ég er fegin að ég er ekki hluti af þeirri sögu. Eftir að hafa farið á veitingastað niðrá Union Square með Helenu og BigJohn, kaupa þrjár fokdýrar rauðvínsflöskur, heldur partíið áfram heima í Morningside hverfinu þar sem pantað er bjór frá Famous Deli, vín frá International Wine and Spirits, Little John og Brantley bætast í hópinn, lesið er upp úr Shakespeare og T.S. Elliot fram á rauða nótt og lengur en svo, því að síðasta bjórsendingin kom klukkan sjö um morguninn. Thank God for the Famous Deli. Og þar sem alltof seint er að fara að sofa klukkan sjö, heldur partíið áfram til klukkan tólf þegar haldið er í tíma um Spenser og ljóðagerð á endurreisnartímabilinu, með hvítvínsspritzer í brúsa.
Ah! Við frásögn þessa líður mér eins og responsible nemanda. Yuppsí. Ég hef að minnsta kosti verið að þykjast að byrja á ritgerðunum mínum!
01:28