miðvikudagur, apríl 16
Stórfréttir! Ég er fylgjandi þessum vitleysingum í frjálslynda flokknum samkvæmt könnun á pólitískum viðhorfum mínum. Þetta er semsagt pólitískt landslag innstu sálarkima minna:
77% Vinstri grænir
31% Frjálslyndi flokkurinn
23% Sjálfstæðisflokkur
23% Samfylking
8% Framsóknarflokkur
Ég hef ákveðinn grun um að þessi yfirgnæfandi stuðningur minn við gamla hvíta glæpamanninn Sverri kemur til vegna þess að ég skildi ekki alveg kvótaspurninguna í könnuninni og skaut á svarið. Jemeina, hver veit hvað "dagsóknarkerfi" er??? En núna fer ég aftur í ritgerðasmíð (ég vona að allir taka eftir því að þetta bréf er skrifað um miðja nótt). Og kjósa í lok vikunnar hjá ræðismanninum.
02:14