Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, apríl 10
 
Starspotting -- Eric Hobsbawm

Á mánudaginn í síðustu viku fór ég á fyrirlestur með sagnfræðingnum Eric Hobsbawm. Eiríkur, sem kannski einna þekktastur er á íslandi fyrir bók sína Öld öfganna, er þekktur hér í Bandaríkjunum fyrir þríleik sinn um nítjándu öldina. Æviágrip hans er að finna hér, en hann hefur verið kallaður af breska dagblaðinu The Guardian sem The Lion on the Left. Fyrirlesturinn sem Eiríkur hélt fyrir okkur bar heitið “Memory, Politics and the Rewriting of History in the 21st Century.”

Fyrirlesturinn var haldinn í lagaskólanum hérna í Kólumbíu. Það tekur okkur Edward langan tíma að finna þessa marmarahlöðnu byggingu og við göngum heldur seint inn í salinn. Við störum með skelfingu á mannþröngina sem hefur komið sér fyrir í salnum. Við beitum regnhlífinni hans Edwards með mikilli leikni og tekst að pota okkur á fín sæti á gólfinu framarlega í herberginu. Þar sitjum við við hliðina á prófessorum sem krumpa fínu jakkafötin sín við að sitja á gólfinu og óhreinka þau þegar nemendur “óvart” stíga á þá.

Eric Hobsbawm gengur inn í salinn og þögn slær á hópinn. Eiríkur er 87 krumpóttur gæi og það gustar af honum. Hann byrjar fyrirlesturinn á því að tala um hvernig sagnfræði sé orðin að aðaluppistöðu stjórnmála. Við þurfum að endurskrifa fortíðina til að koma undirstöðum á pólitíska hugmyndafræði. Þetta veldur því að “mythology is taking over knowledge” í því er sífellt meiri þörf fyrir hlutlausa sagnfræðinga sem þora að spyrja óþægilegra spurninga um fortíðina. Hlutverk sagnfræðinga verður því sífellt mikilvægara. “We historians are the monopolizing suppliers of the past.”

Það eru þrjár ástæður fyrir því að endurskrif fortíðarinnar eru svo algeng í nútímastjórnmálum. Í fyrsta lagi er það fall og fæðing hefðbundinna þjóðríkja. Í öðru lagi er það upphaf svokallaðra samsemdarpólitíkur (identity politics). Í þriðja lagi er það endir kalda stríðsins.

1. Fjölmörg þjóðríki hafa orðið til síðustu 15 árin eftir lok kalda stríðsins. Allar þessar nýju þjóðir þurfa á sögu að halda. Það hefur orðið mikil gerjun í sagnfræði í þessum löndum, sem öll reyna að skrifa sögu sína. Oft verður þó þessi saga aðeins til að upphefja þessi þjóðríki, eða “they only commemorate what suits the nation”. Þessi ríki hafa ekki enn kraft og stöðugleika til þess að gagnrýna eigin sögu.

2. Samsemdarpólitík, eða “identity politics”, hefur orðið að mikilvægum hluta stjórnmála síðustu þrjá áratugina. Samsemdarpólitík, eins og til dæmis réttindabarátta kvenna, kynþátta, samkynhneigðra, fatlaðra, þjóðarbrota og ýmiskonar menningarbrota, á mikinn rétt á sér, en erfitt er að stunda samsemdarrannsóknir innan háskóla vegna þeirra pólitísku afleiðinga sem þessar rannsóknir hafa í för með sér. Oft felast rannsóknir samsemdarsagnfræðinga í “commemoration, memorialization, mythification, identification and justification.” Samsemdarsaga er mikilvæg en þegar hún verður hluti af (þjóðernis)pólitík verður hún hættuleg. Eiríkur klykkir út með því að vitna í Orwell: “Those who control the present, control the past; those who control the past, control the future.”

3. Endir kalda stríðsins er mesta breyting sem heimurinn hefur séð á seinni hluta 20. aldarinnar. Við endalok kalda stríðsins standa sagnfræðingar frammi fyrir því að þurfa að (endur)skrifa sögu beggja hliða járntjaldsins. Til dæmis, við þurfum að skrifa Hitler og fasisma aftur inn í þýska sögu. Þeir Þjóðverjar sem bjuggu í fasistaríki Hitlers hafa hingað til gleymt hlut þeirra í ríkinu, hreinlega vegna þess að minningin var of sársaukafull. “Amnesia became the weapon of survival.” Við þurfum að brjóta múra þessa minnisleysis og skrifa sögu fasistaríkisins frá sjónarhóli Þjóðverja. Eiríkur bætir við, hálf írónískt, að skrif á Hitler hefur ekki reynst vandamál fyrir okkur hin sem búum í þeim löndum sem unnum stríðið. Þar hefur Hitler verið byggður upp sem antikristur.

Tvær setningar sem Eiríkur notar til að lýsa 20. öldinni: “the terrible 20th century”, “this century was one of unparallelled massacre and brutality.”

Skelfilegar spurningar vakna upp við rannsókn á 20. öldinni, spurningar sem við getum ekki svarað þar sem of stutt er liðið frá atburðum aldarinnar. En einhver verður að spyrja þessara spurninga (spurningar, eins og til dæmis: Hefði verið betra ef Þýskaland hefði unnið seinni heimstyrjöldina? Var sköpun Ísraelsríki mistök? Hve margir dóu í helförinni?). Og þeir sem þora að spyrja, eiga að geta gert það án þess að vera skotnir niður af samfélaginu. “A historian’s job has to be not creating myths but sweeping them away.”

Dæmi sem Eiríkur nefnir um nauðsyn tímafjarlægð sagnfræðingsins til að spyrja þesslags spurninga er saga 17. aldar Evrópu. Evrópa á þeim tíma fór í gegnum skelfileg trúarbragðarstríð, stríð þar sem kaþólikkar bárust á banaspjótum við mótmælendur. En í dag, þá byrjar enginn sagnfræðingur á því að merkja sig sem kaþólikka eða mótmælenda áður en hann hefur umfjöllun sína um stríðin. Af hverju? Nú, vegna þess að þessi málefni eru ekki lengur okkar eigin (nema ef til vill í Belfast). “However, the issues raised by the 20th century and the moral extremes of the century do not give us the relief of abstraction. Zionism, fascism, communism, hinduism, islam. These are political issues today.”

Hvernig eigum við eftir að sjá 20 öldina eftir hundrað ár? Sem baráttu kapitalisma og kommúnisma unna af kapítalisma? NEI. Sem upprisu og rétt Bandaríkjanna? NEI. Sem réttlætingu kristna guðsins yfir hins íslamska? NEI. Sem risu markaðarins? NEI. Eiríkur viðurkennir að hann getur ekki komið með alhæfingu fyrir 20. öldina, vegna þess að of stutt er liðið síðan öldinni lauk. Einnig erum við enn föst í hugsunarhætti kaldastríðsins þar sem allt er svart eða hvítt. Aðeins eftir nokkra áratugi eigum við eftir að öðlast þá fjarlægð að geta litið á heildarmyndina.

Síðan hefst hluti fyrirlestursins sem Edward og ég hlustuðum á með mikilli ánægju: articulate and erudite BushBashing!!! Eiríkur fer fínt inn í umfjöllun sína um stjórnmálin í dag. Hann byrjar á því að minnast á það að trúarleg og pólitísk bókstafstrú er ekki aðeins hægt að finna í smáþorpum í Rússlandi, Afghanistan og Textas, heldur einnig meðal fólks í valdastöðum í stærstu borgum Vesturlanda. Hann fer síðan að tala um imperíalisma og Bandaríkin. “Any world empire born of a revolution such as the US is likely to develop the condition that what it wants is right.” Nú til dags er orðræðan hér í Bandaríkjunum sú að stríðið í Írak sé rétt, að það sé “morally justified imposition of world order by a powerful empire.” Fyrirlesturinn lýkur því á þeirri staðhæfingu að “Rarely has it been more important for good historians to study the history of the 20th century.”

Fyrirlestrinum líkur og klappinu ætlar aldrei að ljúka. Margir standa líka upp fyrir Eric Hobsbawm, eitthvað sem er MJÖG óalgengt á akademískum fyrirlestri. Og þá hefjast spurningarnar.

Einn guttinn réttir upp hönd og spyr Eric Hobsbawm hvað honum finnst um Huntington, og kenningu hans um “the clash of civilizations", kenningu sem hefur verið mjög vinsæl hér í Bandaríkjunum og talar um hvernig það er óumflýjanlegt að Vesturlöndin og Íslam eigi eftir að berjast (heildartexta greinar Huntingtons er að finna hér). Svar Eiríks: “Huntington’s clash of cvilizations is bologne! It is mired in the black and white cold war moralism way of thinking.” Við hlógum dátt.

Seinna í spurningartímanum fer Eiríkur yfir að tala um markaðinn. Hann talar um hvernig við lítum nú á frjálsan markað sem upphaf og endi alls, sem lífsstíl sem eigi eftir að lifa að eilífu. En.... frjálsmarkaðsbókstafshyggja á líklegast ekki eftir að endast. Eiríkur minnir okkur á að þegar kalda stríðinu lauk með hruni kommúnismans, hafi flestir gleymt því að sú hlið sem vann var ekki fullkomin. Kapítalisminn fer nú í gegnum mikla krísu/breytingu/endurbyggingu.

Meira um Bandaríkin: “The US was not prepared to declare itself as a hegemonic superpower in the nineties, though the sway of international politics suggested it was. 9/11 changed that. America declared itself emphatically as the hegemonic power; quite predictably creating a backlash...”

Aðeins meira um Bandaríkin: Evrópa vann tvo sigra eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún skapaði stórt svæði þar sem stríð er óhugsandi og hún skapaði svæði þar sem sósíalískt velferðarkerfi heldur uppi / er haldið uppi / lifir hlið við hlið kapitalísks markaðskerfis. “This is being jeapordized by today’s US politics. The problem in today’s international politics has become to contain the United States! The government of Bush is not rational.”

Stutt um kristna bókstafstrúarmenn: “most appalling nonsense”.

Aðeins meira um sagnfræðinga: “There is a thin line between historian as militant and historian as historian”.

13:26

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur