laugardagur, apríl 26
Hmmm. Var að taka eftir því að ég skrifa hálf sundurlaust hér fyrir neðan. En ég er hálf sundulaus þessa dagana. Ég get ekki beðið eftir fimmta maí, því að þá er öllu lokið og við tekur slökun slökun og slökun þar til sumartímarnir hefjast í lok maí. Já, ég get nú með stolti tilkynnt að ég er atvinnulaus aumingi. Þeir sem vilja sjá mig, verða því að koma til heimsókn til stórborgarinnar. Ég get lofað hasar og háskaleik með góðri samvisku!
01:40