Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

laugardagur, apríl 5
 
Ég hef ekki skrifað lengi. Að vissu leyti er það þessu Bloggerkerfi að kenna, þar sem heimasíðan ákvað sem aprílgabb að detta niður í þrjá daga. En einnig hef ég verið vurry vurry bissí. Svo að þið vitið, þá er ég búin að skila inn fyrsta uppkasti af meistararitgerðinni minni, setja upp heimasíðu um Rochester, og fara á eina ráðstefnu og tvo fyrirlestra í síðustu viku. Já, og fara í skólann líka. Nákvæmt yfirlit yfir fyrirlestrana verður skrifað um helgina og sett upp á netið, því að þetta voru stórskemmtilegir, pólitískir fyrirlestrar um stríðið í Írak, fluttir af Eric Hobsbawm og Niall Ferguson, tveimur Bretum á öndverðum meiði (já og auðvitað stórstjörnur í akademíunni og intelligensíunni). Er reyndar að velta því fyrir mér hvort að ég ætti ekki að koma upp lista yfir allar stórstjörnurnar sem ég hef slefað yfir síðan ég kom hingað til New York. Hingað til hef ég séð Jacques Derrida, J.Hillis Miller, Edward Said, Eric Hobsbawm og Niall Ferguson. Og eftir tvær vikur fæ ég að sjá Stephen Greenblatt. Ætla að koma mér upp svona Starspotting síðu! LOL. Núna vitið þið hvað ég er að gera af mér í NewYork. Ég er að verða grúppía!

Er enn atvinnulaus. Það verður sífellt ólíklegra að ég komi heim til Íslands í sumar. Gisp.

00:32

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur