sunnudagur, apríl 20
Ég get ekki setið á mér. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ var að opna nýjan kosningavef, haegri.is. Alveg brilljant vefur. Við töpum okkur í honum. Til þess að útskýra málið mitt betur, þá opnast þessi krækja ekki í nýjum glugga eins og vani er hjá mér, heldur en í sama glugga. Reynið svo að ýta á Back hnappinn á vafranum til að komast aftur til mín. Hvernig gekk? Ekki vel, n'est-ce pas? Þegar komið er inn á vefinn er no way back... Góð myndlíking fyrir þennan ofursogflokk Íslands.
Já, og eins og Svansson bendir á (einn af hægribloggurum Íslands, maðurinn sem fílar einstaklingshyggjuna svo vel að hann titlar sig ekki sem einstaklingur undir fyrsta nafni, heldur undir kenninafni sínu til að leggja áherslu á fjölskyldu/feðraveldistengsl sín) þá hefur krakkahornið á vefnum sérlega skemmtilega yfirskrift:
og munið krakkar! hver einasta vinstri stjórn veldur skaða þannig að það er best að byrja aldrei