Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, apríl 29
 
Ég er búin að vera áskrifandi af femilistanum núna í tvo mánuði og er að verða illa örg yfir þessari nýlegu umræðu um hver ímynd feminisma og feminismafélagsins er í samfélaginu. Síðustu þrjá dagana hafa flætt yfir mig bréf af meðlimum listans sem núast yfir því að við verðum að ritskoða heimasíðuna, að þetta sé ekki kosher, að þetta gefi ekki rétta mynd af feminisma, að þetta þóknist ekki þessum, og svo framvegis (angi af þessari umræðu hefur farið fram á netinu. Sjá nánari úttekt hjá MHMá). Sá síðan sömu umfjöllun hjá Eagle vinkonu og stíflan rofnaði, ég fór í ham og skrifaði langan reiðilestur á athugasemdakerfið hennar (auðvitað ekki beint að elsku Ernu, heldur að öllum vitleysingunum sem eru á femilistanum og eru að hafa áhyggjur af þessu). Þegar ég var búin að koma pirringnum útúr kerfinu ákvað síðan að þetta væri það athyglisvert, að ég afritaði heilaklabbið og það birtist sem sagt hér:

Ég er orðin ansi pirruð á allri þessarri ímyndarpælingu. Eftir að hafa verið í Bríeti síðan í fjögur ár og síðan núna í feministafélaginu, þá er ég komin upp í kok með að pæla um ímynd feminista í samfélaginu.

Reynslan hefur nebbnilega kennst mér að það skiptir ekki máli hvað við segjum, það er alltaf skilið sem "alveg týpískt fyrir feminista", "öfgafullt", "fórnarlambafeminismi", "gamaldags", o.s.frv. Þessi awareness/ótti við viðbrögð samfélagsins verður ósjálfrátt til þess að kona fer í sífellu að ritskoða sjálfa sig, reyna að orða hlutina svo að allir geta verið sammála, reyna að þóknast öllum. Og auðvitað endar það með því að það sem kona segir og skrifar er ekkert annað en útvatnað dæetkók, algjörlega tilgangslaust, og (kaldhæðnislega nokk) þóknast hvort eð er ekki neinum og er gagnrýnt fyrir að vera "öfgafullt," "gamaldags", o.s.frv.

Núna læt ég bara allt flakka. Hananú. Ég er feministi og get over it! Ég segi það sem ég vil og krefst þess að þegar fólk skilji að það sé ég sem er að tala, ekki allt feministasamfélagið.

19:38

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur