föstudagur, apríl 11
Enn ein andvökunóttin, en í þetta skipti kemur hún sér vel. Eins og sést hér fyrir neðan gekk ég út af fyrirlestri skoska hægrimannsins Nealls Fergusons "dazed and morally confused". Ferguson, sem heldur fram þeirri kenningu að heimsveldisstefna sé af hinu góða og að breska heimsveldið var það besta sem gat komið fyrir heiminn, setur fram þessa kenningu í hagfræðitungumáli, tungumáli sem erfitt er að svara, sérstaklega þegar það er alveg rétt það sem hann heldur fram: Vesturlöndin hagnast gífurlega á að reka heimsvaldastefnu. En hann reynir líka (í sama hagfræðimáli) að halda því fram að nýlendurnar hagnist líka, og ég veit ekki nógu mikið um nýlendurnar fyrrum og núverandi til þess að svara þessu. En núna er ég að lesa bók Gilbert Achcars, fransks blaðamanns sem ég fór að hlusta á fyrir mánuði síðan. Bókin, The Clash of Barbarisms er misvel rannsökuð, algjörlega hlutdræg, og afar fræðandi og skemmtileg á köflum. Hann kemur með eftirfarandi langa klausu sem ég ætla hér með að birta í heild sinni, sem aflétti af mér allri sektarkennd yfir kenningu Fergusons, þar sem ég sé núna að Ferguson hefur strokað yfir öll mótmæli sem var að finna í nýlendulöndunum á sínum tíma og er enn. Ég er aftur orðin "a happy lefty". Nú bíð ég bara eftir að einhver skrifi mótsvar við bók Fergusons, bók sem fer yfir orðræðuna í bresku nýlendunum á tímum nýlendastefnuna, og skrifi þar með sögu breska heimsveldisins frá hinni hliðinni, hlið hinna kúguðu. Eða er kannski einhver búin að skrifa þessa bók? Endilega, látið mig vita.
Einnig er þessi kafli frá Achcar afar merkilegur þar sem hann hamrar inn gömlu klisjuna: sama hvað við höldum að heimurinn hafi breyst, hefur hann staðið í stað. Kemur í ljós að nítjándualdar breskir fréttamiðlar stunduðu nákvæmlega þá sömu iðju og fréttamiðlarnir á Vesturlöndum gera í dag, til dæmis í umfjöllun sinni um innrásina í Írak. Og hliðstæðan við þetta dæmi frá nítjándu öldinni yfir stjórnmálaástandið í dag er óneitanleg. En hér kemur Achcar:
"The way these Muslim mercenaries of the United States [Al Qaeda], its clients and allies have turned against their employers calls irresistibly to mind the 1857-1858 "Indian Mutiny" or "Sepoy Rebellion," when the Sepoys or sipahi, native troops in the British army in India, rebelled against their officers. The English press of the day was full of denunciations of the proceedings of these "barbarous" mutineers. At this time a certain Karl Marx, resident in London, commented on the events for the New York newspaper he was a correspondent for. His tone in this account makes him sound like a precursor of Noam Chomsky. What he says is so relevant to September 11 that it is worth citing here. He begins:
The outrages committed by the revolted Sepoys in India are indeed appalling, hideous, ineffable--such as one is prepared to meet only in wars of insurrection, of nationalities, of races, and above all of religion; in one word, such as the respectable England used to applaud when perpetrated by the Vendeans on the "Blues," by the Spanish guerillas on the infidel Frenchmen, by Servians on their German and Hungarian neighbors, by Croats on Viennese rebels, by Cavaignac's Garde Mobile or Bonaparte's Decembrists on the sons and daughters of proletarian France. However infamous the conduct of the Sepoys, it is only the reflex, in a concentrated form, of England's own conduct in India, not only during the epoch of the foundation of her Eastern Empire, but even during the last ten years of a long-settled rule. To characterize that rule, it suffices to say that the torture formed an organic institution of its financial policy. There is something in human history like retribution; and it is a rule of historical retribution that its instrument be forged not by the offended, but by the offender himself.
This "rule of historical retribution" noted by Marx should nonetheless be supplemented by the observation that all too often those who end up footing the bill for the offender's country's crimes are its oppressed citizens. The dead of September 11 were thus in the last analysis victims twice over: victims of both the kamikaze terrorists and the U.S. government that had hatched them. Marx's purpose, however, faced with the prevailing hypocrisy in the oppressor country, was to emphasize the ultimate responsibility borne by this same country's government. The rest of his article shows this clearly. He concluded with this acerbic commentary on the indignation displayed by the foremost British newspaper of the day:
The London Times overdoes its part, not only from panic. It supplies comedy with a subject even missed by Molière, the Tartuffe of Revenge.... John Bull [the British equivalent of Uncle Sam] is to be steeped in cries for revenge up to his very ears, to make him forget that his Government is responsible for the mischief hatched and the colossal dimensions it had been allowed to assume."
En þetta er semsagt dánarhryglan mín. Sjáumst eftir tvær vikur!
02:52