Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

laugardagur, mars 29
 
Þvílíkt æði! Ég er ennþá upphrifin. Fór á tónleika í gær með Big John. Hljómsveitin Zwan með Billy Corgan í fararbroddi spilaði í gær á Hammersmith tónleikahúsinu. Billy Corgan er kannski einna best þekktastur fyrir að vera snillingurinn í Smashing Pumpkins og að mati aðdáenda og tónlistargúrúa er Zwan betur þekkt sem Smashing Pumpkins II. Ég hef aldrei farið á alvöru rokktónleika, með alvöru rokktónleikabandi og er ennþá í sjöunda himni.

Það furðulegasta við að vera á þessum tónleikum er hassið. Ofurfyndið. Milljón unglingar voru á svæðinu, flest frá úthverfunum eða surburbians, eins og við Manhattan búar köllum þau condescendingly, og þegar ljósin slokknuðu á gólfinu byrjuðu reykjarsúlurnar að stíga upp í loftið. Við sáum eitt grey vera dregið af gólfinu af gæslunni (fíflið var óþolinmótt og kveikti í pípunni meðan enn var kveikt á ljósunum) en hann var ekki handtekinn og tuttugu mínútum síðar læðist hann aftur á sama staðinn sinn, með hjartað í hálsinum enn eftir að hafa hlustað á hótanir gæslumannanna. Ég og Big John vorum búin að koma okkur fyrir á góðum stað fremur framarlega og líður ágætlega meðan upphitunarhljómsveitin spilar. En þegar Zwan stígur á svið klukkan níu er fjandinn laus. Skyndilega finn ég fyrir þúsundmanna bylgju sem ýtir á bakið á mér og ég hefði drukknað ef Big John hefði ekki staðið undir nafni, verið stórt sker í ólgusjónum og ég gríp taki í hann og tekst að draga mig afturábak. Gisp. Næstu mínúturnar eru fremur óþægilegar þar sem skyndilega er fólk komið miklu nær okkur en áður, en þá, thank god, fer Zwan að rokka. Rafmagnsgítararnir ýlfra, fjöldinn ærist, og áður en ég veit af er komið tveggja metra bil fyrir framan mig þar sem sardínurnar fyrir framan reyna allar að nálgast sviðið. Og við sjáum loksins goðið, Billy Corgan á sviðinu. Það sem eftir er erum við í góðum standi. Gott pláss fyrir framan okkur þar sem við stöndum í hópi eldri aðdáenda sem finnst gaman að standa og horfa á tónleikana, meðan í kvösinni fyrir framan okkur eru allir ungu vitleysingarnir, the suburbians, sem hassast og crowd surfa. Og Zwan/Billy Corgan er æði æði æði.

Það sem bætir auðvitað á euphoríuna, er að ég fór að versla í gær. Föt föt föt og aftur föt. Og ég segi bara, Victoria Secret hvað? Ég hef tvisvar farið í Victoriu Secret og hef aldrei fundið góða brjóstahaldara. En eftir að hafa heimsótt Lord and Taylor's í gær er ég búin að finna mekka undirfatanna. Ég hef aldrei getað gengið inn í búð og fundið fleiri en svo sem tvo brjóstahaldara sem ég hef getað keypt. En í L&T voru tugir, tugir geðsjúkt flottra brjóstahalda. Og fötin. Gisp. Keypti eina peysu og tvær skyrtur, og önnur skyrtan var svo dýr að ég fæ ennþá magaverk þegar ég hugsa um hana. En hún er líka stunning og ég hef aldrei átt svona flotta flík. Get ekki verið meira eloquent en það en endurtekið að ég ELSKA L&T. Já, og pabbi á eftir að fá hjartaáfall. Kemur í ljós að það var ekki hraðbanki í búðinni, svo Brynhildur vippar upp vísakortinu í fyrsta skipti síðan í ágúst á síðasta ári. Núna í næstu viku tekur sem sagt við boring boring víratransfer frá bankareikningnum mínum hérna heim.

Ach, og partí hjá Allison eftir tónleikana, þar sem Allison, Helen, Big John, Arne, Edward og Jeanette og ég sátum og spiluðum á spil og orðaleiki til klukkan hálfþrjú. Kemur í ljós að við höfum öll greinilega skáldhæfileika (ekki við öðru að búast þar sem við erum í bókmenntafræði...). Skemmtum okkur við að búa til limrur hvert um annað í hálftíma. Komu margir gullmolarnir fram þar, flestir ekki prenthæfir. Og skyrtan mín vakti mikla athygli, to say the least.

En núna. Gisp. Núna fer ég að skrifa. Þar til á þriðjudaginn. Kveðjur frá menningarborg Vesturálfunnar!

14:57

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur