laugardagur, mars 29
Vei! Ég var að fá páskaegg og kleinur frá ömmu. Í þetta skipti tók aðeins þrjá daga fyrir sendinguna að koma frá Íslandi, en hingað til hefur það tekið póstinn allt að einn mánuð að koma ömmupakkanum til skila. Mig grunaði svo sem ástæðuna. Lyktin að harðfisknum er svo svæsin að pósturinn hérna opnar auðvitað pakkann til að athuga hvaða biological hazard væri verið að senda til New York. Ég bað ömmu um að sleppa harðfisknum og voila! pakkkinn kemur á réttum tíma.
Já, og íbúðin hennar Allison er orðin alræmd í hverfinu. Ekki er nóg með að heimsendingaguttarnir frá International Wines and Liquors þekkja hana vel, þá er Famous Deli líka komið með hana á skrá. Klukkan eitt í nótt kemur í ljós að áfengið frá IWL er búið og IWL er lokað. Hún dregur upp símann, hringir í Famous Deli, og pantar svo mikið sem einn KASSA af bjór, fjórar rúllur af klósettpappír, sex flöskur af Mike's Hard Liquor (ofursætur, klígjulegur, léttáfengur ávaxtadrykkur sem Helen drekkur), einn poka af Super Cheesy Dorrito's, einn poka af kattarmat og eina samloku. Heimsendingarguttinn var skellihlæjandi þegar hann kom á staðinn. Og bjórinn, well bjórinn auðvitað ekki drukkinn. Í alvörunni: einn kassi af bjór: jafnvel við í enskudeildinni höndlum ekki svona mikið, sérstaklega ekki á þessum tímapunkti þegar allir eru í meistararitgerðarsmíð. Ég held að milli okkar tókst okkur að torga einni kippu. Sem er spectacularly lítið miðað við hvað gengið okkar (The Morningside Crew) getur á góðum degi. Ég var líka, bara svo þið vitið, mjög góð og hélt mér frá áfenginu (enda ennþá lightheaded eftir hasslyktina í tónleikunum) og fór mjög snemma heim.
Sem minnir mig á annað. Fokdýra skyrtan mín: auðvitað var ég í henni á tónleikunum. Núna þori ég ekki að lykta af henni því að ég er viss um að svæsinn reykur hafi eyðilagt hana. Og auðvitað er mikil responsibility að eiga svona dýra skyrtu. Hún þarf auðvitað að fara í professional þurrhreinsun. Gisp. Það sem er lagt á tískudýrið!
En núna hætti ég. Auðvitað er ég bara að prókrastineita þar sem ég nenni ekki að fara aftur í meistararitgerðasmíð. Mikið vildi ég að ég væri eins uppveðruð og elsku Eagle. Gisp. Er farin að háma í mig kleinur og lesa bækur um þróun enskrar tungu á sextándu öldinni.
16:05