sunnudagur, mars 16
Unnur vinkona var að hræða mig. Hún sagði að það væri atvinnuleysi á Íslandi, og þar sem ég er ekki ennþá byrjuð að sækja um sumarvinnur, þá gæti verið að ég fái hreinlega ekki vinnu. Á morgun skrifa ég sem sagt marga tölvupósta til hinna og þessa fyrirtækja (lesist: borgar- og ríkisstofnana) og spyr hvort að ég geti sótt um. Kannski ég vinni bara hreinlega ekki neitt í sumar. After all, þá á ég fullt af pening sem LÍN vildi endilega gefa mér og ég hef ekki notað...
Annars var ég í kokkteilboði hjá Krissa vini mínum. Chris er ritstjóri hjá Random House og talar milljón tungumál reiprennandi. Hitti loksins kærastann hans, Daryl, sem var hávaxinn myndarlegur suður-afrískur auglýsingagæi og fyrrum bókmenntafræðinemi við Oxford. Það var fullt af fólki í þessu boði, sem og hundurinn Móna sem gekk um og gelti á fólkið sem reyndi að fá sér snakk. Já, og leiðinleg saga, en furðuleg: hitti þar einhverja stelpu sem heitir Suzanne. Sem: A) Þekkir Chris, eins og ég. B). Þekkir lettnesku Ligu í Kólumbíuháskóla, eins og ég. C) Þekkir Sólver, íslenskan strák sem var skiptinemi í Lettlandi og er vinur kærasta vinkonu minnar, eins og ég. D) Er nágranninn minn. Býr í byggingunni á móti mér. This is kreisí! Émeina, kemur alltaf fyrir á Íslandi, en helló! New York! Við erum greinilega sálufélagar...
23:29