laugardagur, mars 29
Tölvuvandræðin eru leyst. Öll þessi leitarforrit sem ég hef verið að hala inn í tölvuna til að uppræta þetta leiðinlega njósnaforrit sem opnar auglýsingaglugga í hvert skipti sem ég geri eitthvað á netinu hafa ekki virkað. Svo með þungu hjarta fór ég í innviði tölvunnar, setti í gang ferli sem færði tölvuna aftur í sama ástand og hún var föstudaginn 21. mars. Eftir mikinn hamagang endurræsti tölvan sig aftur, ég fór strax inn í Orðið og athugaði hvort að meistararitgerðin mín væri enn til staðar (hún var!) og auglýsingagluggarnir eru hættir að birtast.
Og ég er núna farin að hafa miklar áhyggjur af fatakaupum mínum. Let's break this down shall we:
fjórir brjóstahaldarar og tvær sokkabuxur: 88 bandaríkjadalir. Vel sloppið.
Íþróttapeysa sem hægt er að nota sem sumarjakka: 60 bandaríkjadalir.
Svört sumarskyrta (ekkert annað en svart beibí) 45 bandaríkjadalir. Góð kaup.
Ég er auðvitað enn í sjokki yfir að hafa keypt mér skyrtu fyrir 9000 ÍSK. En hún er stunning. Ég hef aldrei átt eins flotta flík. Og með nýja "deep cleavage" brjóstahaldaranum mínum er hún headturning, mesmerising, hypnotising. Allison bjargaði mér eins og oft áður. Hún sagði mér að við konur þurfum að eiga að minnsta kosti eina flík sem er óvenju dýr, meðan allar hinar eru suddaflíkur á bilinu 20-40 dalir. Ein peysan hennar kostaði svo lítið sem 350 dalir (mjög flott) og hún hefur aldrei séð eftir kaupunum. Líka, ég hef ekki keypt mér föt síðan... well, síðan aldrei. Á unglingsárunum var ég afar kúl og prúdent gella sem fékk öll sín föt frá gömlum frænkum og frá hjálpræðishernum. Og þegar ég hef þurft á nýjum fötum að halda síðustu fjögur árin (mjög sjaldan, þar sem ég er enn að þrælka út gömlum suddapeysum frá unglingsárunum) hef ég keypt mér rúllukragapeysur í Hagkaup. En núna hefur tískuskrýmslið í Brynhildi vaknað til lífsins. Í næstu viku fer ég í H&M og í Macy's og engar áhyggjur pabbi, í þetta skipti fer ég í hraðbankann áður en ég fer inn í búðina! Ég tel að það sé orðið löngu tímabært að ég verði velklæddur ungur og upprennandi bókmenntafræðingur.
15:53