Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

föstudagur, mars 28
 
Sjaldséðir hvítir hrafnar harrumph. Ég skilaði inn fyrsta hluta meistararitgerðarinnar minnar á miðvikudaginn eftir nokkradaga þvaður og panikköst og oföndun. Hef liðið svo vel síðan þá að ég hef ekki hunskast til að setja saman glósurnar mínar í comprehensive texta fyrir seinni hlutann sem ég á að skila inn á mánudaginn. Í staðinn hef ég:

Miðvikudagur: Sumarið er komið. Rölti niður Broadway til að kaupa sumarföt, en fríka út og kem úr verslunarferð þeirri með ullarpeysu. Hoppa til Allisonar. Kemur í ljós að það er hægt að fá allt sent heim hérna í New York. Ég og Allison og Edward hringjum þrisvar í International Wines and Liquor til að fá sendar fleiri rauðvínsflöskur sem við sötrum rólega meðan við horfum á eðal breska sjónvarpsseríu frá níundaáratugnum, Brideshead Revisited. Þegar líða fer á kvöldið bætast fleiri í hópinn, þ.e. Helen, Big John og Jeanette og ég yfirgef staðinn mjög snemma, klukkan ellefu, til að fara sofa, enda lítið um svefn dagana áður. Þegar ég kem heim er ég reyndar ekki syfjuð lengi svo ég gref upp þynnstu bókina sem ég finn, sem reynist vera Í Unuhúsi eftir Þórberg Þórðarson og les hana. Ákveð að reyna að skrifa jafn quaint mál og Þórbergur næstu dagana og umla nokkrar setningar með orðaforða Þórbergs, en þegar ég vakna er 1920 íslenskan ekki lengur í mínu valdi.

Fimmtudagur: Vakna vel útsofin í fyrsta skipti í tvær vikur. Fer í tölvuna þar sem ég kemst að því, mér til mikillar skelfingar, að ég hef óvart halað inn einhverju forriti sem gerir það að verkum að í hvert skipti sem ég opna nýjan vafraglugga, þá poppar upp netauglýsing. Svo ég fer on the prowl á netinu, og hala inn hreinsiforritum galore, og litla tölvan mín fer í mikla vorhreingerningu. Hingað til: 145 óþekkt forrit sem eru potential njósnaforrit hefur verið eytt. Poppupauglýsingarnar? Ennþá hérna, en ekki í eins miklu magni. Gisp. Hoppa síðan af gleði þegar ég kemst að því að tímanum mínum þann daginn hefur verið frestað, svo ég dríf mig í neðanjarðalestina og hitti Allison, Helenu og Big John í Central Park. Þar sem við étum ís og sitjum á blautri jörðinni og ákveðum að skipuleggja ferðalag í maí, eftir skólann. Förum svo og fáum okkur rauðvín og írskan bjór á lítilli krá í nágrenninu og spilum pool þar til klukkan sjö er ég dríf mig aftur upp í skóla þar sem ég fer á ókeypis bíósýningu í the Asian Queer Film Festival. Á dagskrá: Gohatto eftir Nagisa Oshima um samúræja árið 1865 og hvað gerist þegar óvenju sætur strákur kemur inn í sveitina og allir verða ástfangnir af honum. Fascinating mynd. Og öfga sætur strákur. Þegar ég kem heim klukkan tíu er klappa ég sjálfri mér á bakið fyrir að vera komin heim tvo daga í röð á skikkanlegum tíma. Ég góð stúlka. En Eva var ekki lengi í paradís. Ákveðin og ónefnd stúlka hringir í mig klukkan hálftólf og ég þarf að fara út aftur to form support þar sem gæinn hennar er apparently á bar með annarri stúlku, og ég þarf að vera með ákveðnu, ónefndu stúlkunni þegar hún gengur inn á barinn svo allt lítur kosher, saklaust, og non-jealous út. En ég er staðföst ung kona. Og þegar allir fara í partí klukkan korter yfir tólf (yes, did you doubt that for a moment, that the gang didn't gather and revel in its own brilliance), þá fer ég heim, les eina bók og sofna.

Föstudagur: Hey! Það er í dag. Sótti um starf á vinnumiðlun skólafólks eftir að Lára frænka hefur böggað mig um það síðustu daga. Á að vera að læra. En Hey! Það er gott veður. Svo ég er að fara að versla. Föt föt og aftur föt. Ég á engin sumarföt. Og sumarið er komið. Og í kvöld. grrrrr hey hó og jibbíjey! en meira um það síðar.

12:49

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur