Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, mars 4
 
Jæja. Þá er ég made kona. Það var verið að ritstela frá mér í fyrsta skipti. Í dag fæ ég bréf frá einhverjum gutta á sex.is sem vill endilega fá að birta pistil minn (sem hann hefur væntanlega fundið á þessari eðalheimasíðu) á heimasíðunni. Ég byrja á að skrifa kurteisislegt bréf til baka þar sem ég segi að þar sem þessi grein birtist í Veru árið 1998 (ah, old times) þá þurfi hann að spyrja Elísabetu mína um það. Kíki síðan á síðuna meðan ég er að skrifa bréfið, og HALLÓ. Pistillinn er þegar kominn upp. Hvurslags vinnubrögð eru þetta að birta eitthvað án þess að hafa leyfi. OG, to add insult to injury, þá heiti ég á sexmátann "Brynhildur Heiða". Hver vill vera Heiða. Meira stelpunafn get ég ekki ímyndað mér. Er farin að taka til í skrifstofunni minni. Er ekki sátt kona.

Já, og thank god að þá er þetta ekki klámsíða. Ég meina, sex.is, sounds dubious right? En þetta hafa þeir að segja um vefinn (þeir í karlkyni því að svo virðist sem að tveir karlmenn sjá um þetta):
  • Sex.is berst fyrir því að ekki keyri um koll í öfgafullri frjálsræðiskynlífsbyltingu þeirri sem vaðið hefur yfir Ísland undanfarin 5-6 ár.
  • Sex.is trúir því að frelsi fylgi ábyrgð og þar með ábyrgð okkar til að gefa rétta mynd af því hvað kynlíf er, hvaða áhrif það getur haft og hvað getur farið úrskeiðis.
  • Sex.is er ekki til sölu þótt klámkonungar Íslands hafi gert tilboð í lénið og verið tilbúnir til að greiða umtalsverðar fjárhæðir fyrir það. Nóg er af vefsíðum þar sem gert er lítið úr þeirri athöfn að njóta ásta, við ætlum að benda bæði á góða hluti og slæma í daglegri umræðu og lífinu sem við lifum dag frá degi.
  • Sex.is mun beita þrýstingi á ráðamenn, lögreglu, trúarstofnarnir, fjölmiðla og þá sem þarf að pota í hverju sinni. Við viðurkennum engar heilagar kýr. Það er of oft sem málum er stungið undir stól til að forðast brennimerkingar klámhunda sem hafa komið sér víða fyrir í þjóðfélaginu. Þeir stuðla að hnignandi siðferðiskennd þjóðarinnar undir því yfirskyni að þeir séu að veita okkur frelsi og gefa einnig til kynna að þeir sem andmæla slíku séu aðeins vanþroskaðir afturhaldsseggir og á móti framförum.

19:16

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur