Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, mars 23
 
Jæja. Ég er búin að prókrastineita alla vikuna. Eins og allir Bandaríkjamenn vita var Spring Break þessa viku. Í stað þess að fara og liggja á ströndinni og á kránum í Tijuana, er ég búin að hanga í New York og þykjast vera að læra. Ég er búin að sitja klukkustundum saman við tölvuna, stara á tómann tölvuskjáinn og blóta því að ég er í engu stuði fyrir að byrja á meistararitgerðinni, ritgerðinni sem á að skilast á miðvikudaginn sem fyrsta uppkast. Smíiiiiiíiiíiíiií. Ég get hins vegar með stolti tilkynnt að ég er búin að hala inn tónlistarforritinu Kazaa, og er búin að skemmta mér vel við að sækja áttatíuslagara og annað rokk til að hlusta á meðan ég sörfa á netinu. Var til dæmis að hala inn dóna franska laginu, Je t'aime með Serge Gainsbourg og auðvitað Moulin Rouge lagið, já og núna er ég að sækja lagið sem var svo vinsælt þegar ég var þrettán, lagið sungið af fjögurra ára franska smábarninu, Dur dur d'etre baby! En núna styngja Serge Gainsbourg og Jane Barkin í tölvunni minni, ég held að það sé kominn tími á að hætta að þykjast vera að læra og færa mig aftur inn í stofuna, þar sem ég kveiki á Radiohead, stilli hljóðið allt of hátt, og horfi á CNN mute. Sprengjur. Bombs over Baghdad (sem ég er auðvitað búin að sækja á tölvuna mína. Er eftir Outkast, ef þið viljið hlusta á þetta snilldarlag á síðustu og verstu tímum).

Já og í öðrum fréttum hérna í stórborginni, þá er ekki hægt að fá fréttaflutning af bandarísku fréttastöðvunum. Er farin að horfa á einhverja spænska fréttastöð sem kemur reglulega með myndir af mótmælum erlendis frá, erlendum fréttaviðtölum og örfáar myndir af Baghdad, engar, by the way, af sprengjunum sem CNN, MSNBC og FoxNews sýna svo lovingly frá aftur og aftur og aftur. Svo virðist sem að aðeins disenfranchised Spanish speaking outcasts hérna í Bandaríkjunum geti hugsað um eitthvað meira en nýjustu tæknina í vopnagerð, fjölskyldur hermanna og the gasmileage of tanks in the Iraqi desert (decent, according to a CNN correspondent).

16:07

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur