föstudagur, mars 28
Já, og ég er hætt að horfa á fréttirnar. Ég hreinlega meikaði þetta ekki lengur. Ekki það að fréttastöðvarnar hérna séu með góðan fréttaflutning. Ég fer frekar á bresku fréttamiðlana á netinu, á þá norsku og frönsku. Reyndi að komast inn á Al-Jazeera, ensku útgáfuna, en hún var óvart á arabísku. Gisp. Það var aðeins ein krækja sem benti mér á HELP, sem ég ýtti þegar í stað á, og þar kom um mjög athyglisverður möguleiki: How to read Arabic. Smellti ég þar, og vonaðist til að á fimm mínútum yrði ég fluglæs á arabísku. Alas, þetta voru aðeins upplýsingar um hvernig tölvan getur birt arabíska letrið rétt, og tölvan mín kann það þegar. Alas.
12:52