fimmtudagur, mars 6
Ég veit ekki einu sinni afhverju ég verð ennþá hissa yfir fréttunum í Bandaríkjunum. Ég starði forviða á MSNBC, eina fréttastöðina, fyrir fimm mínútum, áður en ég þurfti að standa upp og slökkva á sjónvarpinu. Aðalumræðuefnið: Er það siðferðislega rétt að pynta einhvern gutta sem nýbúið er að handtaka og er líklega náinn samstarfsmaður Osamas bins Ladens? Hvurslags land er þetta að þessi spurning kemur einu sinni upp? Þeir fengu einhvert neoconservative fífl til að koma í þáttinn og tala um pyntingarnar, en þessi maður hefur skrifað blauta-draums-grein þar sem hann lýsir í smáatriðum hvernig á að pynta hryðjuverkamenn svo við komumst að öllu sem þeir vita á klukkutíma. Á hinum fréttastöðvunum meðan þetta átti sér stað: FoxNews: Góð ráð fyrir ferðamenn á stríðstíma. CNN: Hvort og hvernig hægt er að komast undan SÞ og samningunum þeirra um stríð við Írak.
15:29