mánudagur, mars 24
Ég hef svo innilega ENGAN áhuga á meistararitgerðinni minni að það er ekki einu sinni fyndið. Ég er búin að gera svo mikið sem EKKI NEITT síðustu fimm dagana og á að skila beinagrind eða fyrsta uppkasti núna eftir tvo daga (einn og hálfan ef við viljum fara út í smáatriði). Og hvað er ég komin með? NADA. Ég hef ekki verið haldin svo mikilli ritfælni í mörg ár. Gisp.
23:36