mánudagur, mars 17
Þá er ég búin að senda milljón bréf til stofnana í Reykjavík að betla um starf. Menningarmál menningarmál smenningarmál. Ég hef núna auðvitað miklar áhyggjur að copy/paste aðferðin sem ég notaði hafi klikkað í einhverjum bréfanna, svo að Björk sé að fá bréf merkt Svanhildi, eða að ég sé að betla um starf hjá Gerðubergi í bréfinu til Borgarskjalasafnsins. Þetta er mjög traumatískt! Var að tala við pabba í dag. Ef ég fæ ekki vinnu við mitt hæfi, ætla ég að borga sjálfri mér laun í sumar við að lesa, og nota til þess milljónina góðu frá LÍN (notum nú öll tækifærið og þökkum LÍN). Endilega, ef einhver hefur vísbendingu um skemmtilegt starf í sumar, senda mér info!
13:00