Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, mars 17
 
Þegar ég var á leiðinni heim frá Butlerbókasafninu í kvöld gekk ég framhjá manni sem var haldinn Tourettes heilkenninu... held ég. A.m.k. öskrar hann upp skyndilega þegar ég geng framhjá: "Shit. I hate niggers." Ég leit furðu lostin á manninn og í kringum mig og sá ekkert (lesist: engan) sem gæti hafa valdið þessari skyndilegu yrðingu á skoðunum hans (lesist: fordómum hans). Ætli ég sé þá ekki í fyrsta skipti búin að sjá mann með hið víðfræga Tourettes!

Já, og í öðrum fréttum: þá er búið að vera geðsjúkt gott veður í New York síðustu tvo dagana. Tuttugu stiga hiti og engin sól. Ég hef auðvitað ekki fattað þetta og svitna eins og svín í vetrarkápunni minni, treflinum og ullarhúfunni. Gisp. Allir eru þó furðu lostnir þegar ég segi þeim að það verði aldrei heitara en þetta á Íslandi.

19:14

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur