föstudagur, mars 14
Eftir mikinn hasar og heilabrot hef ég loksins sent skattaskýrsluna mína til IRS. Í öðrum fréttum: Ég er búin að endurheimta Buffyspóluna mína og Hailey íbúðarfélagi er farin til Los Angeles í viku. Mýsnar leika sér...
Síðan var Siggi vinur minn og fyrrverandi leigusali að senda mér myndir af bóndabænum sínum í sveitinni. Ég verð að segja það, að þrátt fyrir að ég sé borgarbarn og hafi aðeins séð sveitabæ einusinni, þegar ég var ellefu ára og í skólaferðalagi upp í Skálholt, þá fæ ég alltaf nostalgíu þegar ég sé mynd af íslenskri sveit. Check it! Hnappavellir einhversstaðar úti á landi, held á austurlandi (fyrirgefðu Siggi minn, en landafræðiþekking mín er engin).