Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, mars 20
 
CNN er að fara yfirum í fréttaflutningi frá Írak. Þeir eru með myndavélar héðan og þaðan í Bagdad, og birta stöðugar "live" myndir frá borginni. Síðan er fréttamaður sem talar um hvað er að gerast á myndinni. Þetta er eins og að horfa á fótboltaleik. Meðan ég sat og borðaði hádegisverð fyrir framan sjónvarpið var óvenju mikið að gerast í sprengingum og í hvert skipti sem einhver stór sprengja lenti og reykurinn gaus upp, öskraði hann "SCORE" (nei nú er ég alveg að grínast í ykkkur, en hann öskraði samt alltaf upphátt, eitthvað eins og "Wow, that was a big one" eða "that's a hit"). Já og kraftaverkin gerast enn. Það eru engin auglýsingarhlé á CNN lengur.

Síðan hafa þeir á launaskrá fullt af hermönnum á eftirlaunum sem koma og tala um hvað er líklega að gerast og hvað mun gerast á næstu dögum. Fyndnasta var fyrir hálftíma þegar einn majorinn á eftirlaunum talaði um hve erfitt það væri að berjast í borgarumhverfi: "Especially in a country that has that technologically advanced weapons, weapons that they got from ...[short pause]... various European countries." Ég skellti uppúr.

14:37

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur