þriðjudagur, mars 4
Aðeins um flokkunarkerfi. Alveg er það fáránlegt hvernig við mannskepnurnar flokkum allt á sama máta. Item: ég sit við útlánaborðið í Bókasafni Garðabæjar og stari ámátlega á fimmtándu manneskjuna í röð sem spyr mig: "Áttu eitthvað eftir Einar Má?" Item: Ég leita eins og vitleysingur að kæfu í stórmarkaði. Hana er að finna í kæliborðinu, ásamt hinum fimmtíu kjötáleggstegundunum, og osti, if the supermarket is feeling innovative. Item: Stórir axlapúðar: Soooo eighties! Ekki það að ég hafi neitt gegn flokkunarkerfum. Þegar allt kemur til alls þurfum við að flokka okkur fram og til baka, upp og niður, aðeins til að geta haft það á tilfinningunni að heimurinn sé í rauninni skiljanlegur og rökréttur og að við séum ekki bara rykkorn á flökti í eyðimörkinni (hahaha, Binna the Profound).
En engar áhyggjur. Þessar pælingar eru ekki merki þess um að ég sé loksins gone off the deep end. Það er rökræn útskýring fyrir þessu öllu. Ég stend núna frammi fyrir því að ég hef ekki skrifað í vefleiðarann minn sæta í fjóra daga, og í dag fann ég, mér til mikillar skelfingar að sjálfsögðu, að ég á í erfiðleikum með að muna eftir síðustu dögum þar sem ég hef ekki fest þá niður í svarta stafi á hvítum skjá. Svo til þess að vega upp á móti þessu, ætla ég að greina ykkur frá síðustu dögum, í smáatriðum að sjálfsögðu, on the principle that everything that interests me must be fascinating to everyone else. En ég ætla að gera tilraun. Í stað þess að raða þessu upp í gamla góða formið, þ.e. föstudagur laugardagur sunnudagur mánudagur, ætla ég að skipta frásögninni í þematíska röð. Here goes. Fjórir dagar í lífi Brynhildar Heiðardóttur Ómarsdóttur:
Hollenskar bíómyndir Hollendingar eru algjörir vitleysingar. Fór á bíómyndina Zus&Zo með Eagle vinkonu síðasta sunnudag. Titill myndarinnar þýðir "svona svona", " like this and that", "comme ci, comme ça" en er í raun orðaleikur þar sem "zus" þýðir líka systir (en sá brandari er of flókinn til að ég nenni að fara meira út í það). Myndin er auglýst sem rómantísk gamanmynd, en þar sem þetta er evrópsk bíómynd, þá fáum við ekki að sjá Hugh Grant kyssa Meg Ryan í lokaatriði með börnum og blöðrum og flugeldum. Nei, myndin endar svo (ég ætla núna að segja í smáatriðum frá endanum á myndinni. Ég mæli því með því að þeir sem ætla að horfa á myndinna hoppi niður á næsta sögubrot): Karlinn og konan standa frammi fyrir dómaranum og ætla að gifta sig. Á síðustu stundu hættir karlinn við þar sem að ekki nóg með að hann sé samkynhneigður, heldur er hann líka þverkynhneigður. Degi seinna giftist hann fyrrverandi kærastanum sínum, meðan konan sem hann ætlaði að giftast deginum áður horfir á. En, the plot thickens. Konan er ófrísk eftir karlinn. Svo að karlinn fer í kynskiptiaðgerð, á sama tíma og konan eignast barnið, og konan gefur nýja parinu barnið. V.romantic. Og þetta voru bara síðustu fimm mínútur myndarinnar... The Dutch. Go figure.
Ég hata að versla... jafnvel bækur Ég eyddi sex tímum í bókabúðum New York borgar á föstudaginn síðastliðinn. Hef þurft að glíma við afleiðingarnar síðan þá. Ekki nóg með að ég gekk út með átta bækur (þar á meðal nýjustu tvær bækur Úrsúlu LeGuin í Jarðarsjávarleiknum hennar, heldur komst ég að því, mér til mikillar skelfingar, að jafnvel bókabúðir hafa þau áhrif á mig að ég byrja að gnísta tönnum eftir þrjá tíma. Sem er auðvitað ekki nógu gott, þar sem ég kemst ekki til tannlæknis fyrr en í sumar.
Besta ráð við hausverk Beint framhald. Kemur í ljós að eftir langa verslunarferð, þegar manneskja er með tannverk og hausverk, er besta ráðið ekki Paratabs, heldur meikóver. Eftir langan dag, álpaðist ég inn í Sephora, risastóra snyrtivöru verslun. Eftir fimm mínútna aimless wandering in the stocked aisles, var ég tekin undir væng Rosemary, sem leit á púðrið sem ég ríghélt í með sveittum höndum, sussaði og sveiaði, leiddi mig varlega í þægilegan stól, og prófaði fimm mismunandi púðurtegundir þangað til hún fann Rétta Litinn, og setti síðan á mig kinnalit, bláan augnskugga og bleikan varalit. Gekk út feeling gorgeous, and the headache totally gone.
Að vera veik eða ekki vera veik Grey Allison keypti sér miða ásamt Edward og Jeanette á all-you-can-eat-and-drink skemmtun á einhverju swanky hóteli á mánudaginn. Miðinn: áttaþúsundkrónur stykkið. Stelpan gleymdi því þó að á sama tíma var hún í tíma með mér hjá Jenny Davidson, þar sem við sitjum í tvo tíma og tölum um kvenrithöfunda á síðasta áratug átjándualdarinnar og frönsku byltinguna. Allison var því veik í dag. Og er væntanlega enn að djamma. Leit í heimsókn til hennar á miðnætti í kvöld, þar sem þau þrjú voru rúllandi (I mentioned the all-you-can-drink aspect, right?).
Dúfnavandræði á 122. stræti Þegar ég opnaði skrifstofuna mína mánudagsmorguninn var dúfnaparið okkar sæta búið að koma sér vel fyrir. Ein dúfan sat ofan á tölvunni minni og hin ofan á einum bókastaflanum. Ég veit ekki hvert okkar var mest brugðið. Ég öskraði óvart, og dúfurnar reyndu að flýja sem fljótast. Hef miklar áhyggjur af annarri þeirra, þar sem henni lá svo á að komast út, að hún flaug á glerið, datt á gólfið, og klöngraðist út hálf vönkuð. Hef skýrt parið Priscilla og Róbert (Pris og Robbie fyrir okkur sem þekkir það vel). Ég skil ekki ennþá hvernig dúfurnar komust inn. Því að í glugganum mínum eru: tvær bækur, stytta af Godzillu, herra Beikon leikfangasvínið mitt, aloe vera planta í blómapotti, selurinn Snorri, jólaskraut og jólafroskurinn Jeremiah, sem spilar lagið Jeremiah was a bullfrog ef ýtt er á gítarinn hans.
Bankar og peningamál Það er stórmál að ná í ávísanir hérna í Bandaríkjunum. Fór að ná í ávísun frá Kólumbíuháskóla á föstudaginn (þriðja tilraun) og vegna þess að gjaldkerinn nennti ekki að hreyfa sig, bað hann mig um að koma eftir hálftíma. Anyways þetta er bara smáatriði. Jú, ég get bætt einhverju við: týndi ávísanaheftinu mínu föstudagsmorguninn. Eyddi klukkutíma í að fara í gegnum allt draslið í skrifstofunni, þangað til ég fann hefið í tölvudiskakassanum mínum á skrifborðinu þar sem ég hafði sett það til þess að týna því ekki, alveg örugglega. Allison var ekki jafn heppin. Hún týndi heftinu sínu í gær. Hringdi í bankann og lét aflýsa heftinu og fann það síðan klukkutíma síðar. Þetta þýðir að allar ávísanir sem hún hefur skrifað síðasta mánuð munu ekki gilda og símafyrirtækið, rafmagnsfyrirtækið, og leigusalinn eiga eftir að lýsa eftir henni.
Chicklit? Ég, Helena og Allison ætlum að skrifa roman à clef um ástarmálin hérna í Kólumbíu, sem verða flóknari með hverjum deginum sem líður. Titillinn: "The Ivory Bower" (fyrir þá sem eru ekki inni í enskum orðatiltækjum, þá er þetta samblanda af fílabeinsturninum (þ.e. akademíunni) og síðan auðvitað the virgin bower...
Experimental theater in New York City Ég fór á eitt leiðinlegasta leikrit í heimi síðasta laugardagskvöld með Árna, sæta Belganum mínum. Miðann fékk ég ókeypis á vegum Fulbright. Leikritið, A Street Corner Pierrot, fjallaði um "the despair of homelessness in the state of dementia" og var einleikur höfundarins sem gekk um og talaði um hvað erfitt var að vera svartur balletdansari. Lína kvöldsins: "It doesn't matter how high you jump. It doesn't matter how high you not jump. It only matters you know what to do when you come down." Þetta viðlag var endurtekið svo sem fimmtán sinnum á fjörutíuogfimm mínútum. Lélegt handrit, lélegur leikur, en góð tónlist og fín ljós.
Reykingar bannaðar í New York, loksins Núna er loksins búið að banna reykingar í veitingarstöðum og krám New York borgar. Svo til þess að halda upp á það fórum við Helena, Allison, Edward, Big John og Jeanette á Macanudo, vindlabar á 64. stræti og Madison á föstudaginn. Þar keypti Edward sér einn gervikúbverskan vindil (vindill sem er framleiddur í "Guatemala" af stærsta vindlafyrirtæki Kúbu) og Helen fékk sér einn frá Chile. Sátum og sötruðum viskí í tvo tíma og horfðum á einn áttatíuogfimm ára karl í tuxedo pikka upp þrjátíu ára gellu. Ég fékk mér souvenir, blaðið "Cigar Afficianado" sem ég hef núna greint í tætlur. Meira um það síðar.
Jaffee Albert Við fórum í kappakstur á föstudagskvöldið... tvisvar. Ég, Edward og Big John vorum í liðinu Sparkle Motion og Helena, Allison og Jeanette voru í Team Gore (ég veit, hræðilegt liðsnafn). Við hoppuðum upp í leigubíla og kepptum um hver kæmist fyrr á áfangastað. Leigubílstjórinn okkar var geðveikur. Hann komst svo inn í liðsandann að hann fór fjórum sinnum yfir rautt ljós og þegar hann lenti í umferðarhnút á 80. stræti, fór hann að öskra á hina bílana. Team Sparkle Motion sat í aftursætinu, með hvíta hnúa og skelfingarsvip. En við unnum... tvisvar.
Meltingartruflanir og women-bonding Föstudagskvöldið var mjög athyglisvert, þar sem ég ældi allt kvöldið. Við Helena og Allison komumst að því að við höfum ekki verið þrjár einar síðan ellefta janúar þegar Edward kom aftur til borgarinnar. Einhvern veginn endar það alltaf á því að einhver af strákavinum okkar hengur með okkur, og við höfum ekki haft alvöru "girl talk" í langan tíma. Til að bæta upp fyrir þetta estrógentap ákváðum við að fara saman út að borða á föstudagskvöldið. Ekki endaði það vel fyrir mig, þar sem ég eyddi þremur stundarfjórðungum á klósettinu heima hjá Helenu að losa mig við matinn (og, by the way, flottu málninguna mína frá Saphoru. Sé reyndar ekki eftir bleika varlitnum). Þrjár mögulegar ástæður: A. Blóðuga suddasteikin hennar Allisonar, sem hún gaf okkur Helenu bita af. Hef ekki borðað nautakjöt síðan síðasta sumar og hef ekki þol. B. Makkdónaldsborgarinn sem ég borðaði með Helenu þá um daginn. Hef ekki borðað Makkdónalds síðan í október. C. Graflaxinn hennar ömmu sem ég borðaði þá um morguninn. Hann var nefnilega kominn tvo daga fram yfir síðasta neysludag. Gisp.
Stríðsástand í borginni Jæja, þá er komið að því. Herinn er búinn að koma sér fyrir á 125. stræti, þremur götum fyrir ofan heimilið mitt. Á laugardagskvöld, þegar ég fór í neðanjarðarlestina klukkan níu að kvöldi til, stóðu þrír stuttir guttar í herbúningi með byssur sem voru lengri en þeir sjálfir tilbúnir til að verjast gegn öllum árásum Araba.
Silenced, blanketed and ignored Ég skalf af reiði á mánudaginn í tíma hjá honum Edward Said. Ekki misskilja mig, Said er æði. En hann hafði þennan leiðinlega prófessor, gamlan karl, sem gestafyrirlesara að tala um Róbinson Krúsó. Í hléinu fór ég út á gang til að bæta við vatnsglasið mitt og Edward og Andras hinn ungverski eltu mig til að kjafta. Við stöndum þrjú saman þegar gestafíflið heyrir hreiminn hans Edwards, stekkur til og spyr: "Are you English?" Edward jánkar kurteisislega og þeir takast í hendur og gestafíflið stoppar eitt augnablik, lítur og Andras og spyr "And you? Where are you from?" Andras kynnir sig og þeir takast í hendur. Þögn. Þögn. Þögn. Fíflið hefur ekki einu sinn litið á mig. Edward segir síðan vandræðalega: "And we also have an Icelander..." Said, sem var hinum meginn á ganginum, lítur skyndilega upp og kallar: "Yes, Brunhilda, from Iceland, remember [you sexist pig] that I told you about her". Fíflið lítur í fyrsta skipti á mig, tekur EKKI í hendina á mér og segir "I once spent a week in Reykjavik and ate a puffin." Said er æði. En þessi gamaldags karlrembukvenþöggunarsuddi er %/&/%#$. Ég var ekki til. Í fyrsta skipti. Og hann var síðan hræðilega lélegur fyrirlesari, með klénar hugmyndir um Defoe og skáldsögur 18..aldarinnar. The man didn't have two original thoughts two rub together. Ég klappaði ekki fyrir honum í lokin.
03:24