mánudagur, mars 31
Aaaargh! Ég er komin með 25 blaðsíðna meistararitgerðarsudda og ég er ekki einu sinni búin að minnast á annað af tveimur leikritum sem ég á að vera fjalla um. Sem er ekki gott þar sem skólinn vill að ritgerðin sé í menningarritagreinalengd, sem þýðir 20-25 blaðsíður. Þetta á eftir að taka til mikið fiff með línubil, stafastærð og spássíubreidd á Orðinu. Ekki það að þetta skiptir ykkur "vini" mína neinu máli. Hef ekki enn fengið svo mikið sem "you go girl" eða "binna, you're gorgeous" eða, god forbid, "binna, you rule the universe" í skilaboðaskjóðuna mína. Tsú kíní gáatei ossíókíó!
22:40