Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

laugardagur, febrúar 1
 
Vá! Einhver íslenskur, hægrisinnaður stráklingur heldur uppi enskri heimasíðu á netinu (hvað er þetta með ungt hægrisinnað fólk á Íslandi og enskar heimasíður...) þar sem hann skrifar um að konur eigi engan stað í heimssögunni. Ég er svo innilega ósammála að ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að byrja að mótmæla. Vildi ég því í staðinn nota tækifærið og auglýsa my pet project! Þar er ég búin að taka saman fjölda krækna á heimasíður á netinu um konur í sögunni. Reyndar var ég búin að sanka að mér svo mörgum krækjum að enn vantar um hundrað þeirra... Verð ég að viðurkenna að þessi síða er svo óvinsæl að aðeins ég skoða hana. En ég hugga mig við það að ég hef ekki enn haft tækifæri til að skrá hana á neina leitarvél. En það bíður betri tíma (það er þangað til ég er búin að skrifa meistararitgerðina mína um... guess what: kvenrithöfunda á sautjándu öldinni.)

01:23

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur