Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, febrúar 16
 
Tja, ætli ég hafi ekki verið einum of fljót á mér að lýsa yfir stríði. En svo að fólk haldi ekki að ég sé bara einhver móðursjúk gella, þá get ég sagt ykkur að orrustuflugvélar hafi sveimað yfir New York borg síðustu dagana. Það er alveg ótrúlega óþægilegt, enda var ég vakin upp með skelfingu klukkan hálftíu í morgun, þegar ég hélt að flugvél væri að lenda á húsinu. Þvílíkur er hávaðinn.

On another note, þá var ég loksins að bæta inn Önnu elskunni í krækjulistann til hægri. Hún var nebbnilega svo vinsamleg að dæma vefleiðarann minn svo: "Skrifar mikið, er með skemmtilegar pælingar, gáfuleg innskot og umfram allt skemmtilegur penni. Hún er líka stödd í New York svo að það er alltaf gott að fá fréttir af lífinu í Sex in the City-borginni." Go Anna! I always mean to please. Og endilega vil fá fleiri fréttir úr HÍ!!!

Já, og að New York sé borg beðmálanna, so true so true. Þið munið nú vonandi öll eftir litla algebrudæminu sem ég setti upp hérna í síðustu viku. Well, ég ætla bara að láta ykkur vita, að málin eru orðin enn flóknari í dag. Það eru vurry interesting developments með X, Y, Z, W, C, P og nýrri persónu, sem við skulum nefna B. Valentínusardagur er svo sannarlega mjög flókið og furðulegt fyrirbæri. Svo virðist sem að eina sambandið innan meistaradeildarinnar sem ætlar að ganga upp sé milli Donnu og Davíðs (sem, eins og nöfnin gefa til kynna eru afar leiðinlegt fólk, og við tölum aldrei við (notice my never mentioning them before)).

Sigh. Lífið er mjög flókið. Og ég þarf að skrifa meistararitgerðarkynningardæmið (léleg þýðing á "masters thesis prospectus") í dag og ég hef ekki græna. Gisp gisp og sigh sigh og bleekers bleugh.

Bla.

11:56

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur