miðvikudagur, febrúar 26
Núna er ég aftur kona meðal kvenna. Tók fjögurra tíma lúr í dag eftir að ég kom heim úr skólanum og hef nú aðeins áhyggjur af litlu ritgerðinni sem ég þarf að skrifa fyrir morgundaginn. En að hafa aðeins áhyggjur af einu: paradís!
En smá update af Edward Said. Ég ber nú svo mikla virðingu fyrir manninum að ég er næstum því hætt að geta mætt í tíma til hans. Mætti illa sofin á mánudaginn eftir að hafa eytt nóttinni í að lesa Culture and Imperialism. Ég varð svo hrifin að í tvo tíma var ég virkilega að pæla í því að breyta áherslunum í náminu mínu og gerast síðnýlendufræðingur. But don't worry, that passed quickly enough. Ekki hefur bætt úr því að einn eldri nemandinn sagði mér að Said hafði strítt nemanda til gráturs í fyrra. Nú sit ég í tímunum, held niður andanum og bíð. Já, og síðan bíðum við auðvitað öll eftir því að goðið tali um komandi stríð við okkur. Til hvers er að sitja í tíma hjá einum helsta gagnrýnanda á samband miðausturlanda og vesturlanda, og heyra ekki neitt um Bush, spyr ég? Well, hann sagði ekkert um stríðið en hann sagði einn stórfurðulegan brandara, þegar hann snýr sér að einum nemandanum sem situr við hliðina á honum, spyr hvort honum hafi litist á bókina hans. Nemandinn lýtur flóttalega út yfir að athygli kennarans snúi skyndilega af honum og stamar út úr sér "Yes". Said segir þá um hæl. "Say it louder. Say it more imperialistic, with a military snap. And then go and bomb some Iraqis while you're at it." Hláturinn sem fór um bekkinn var hálffurðulegur, því að, honestly, þetta var nú ekki það fyndinn brandari. Nema auðvitað andlitið á nemandanum.
En hins vegar, þá get ég fyrirgefið manninum margt eftir lestur bókarinnar. Til dæmis, í miðri umfjöllun um einhverja leiðinlega 19. aldar skáldsögu frá evrópu, ýtir hann skyndilega á færslutakkann og ný málsgrein hefst sem svo:
(As a small parenthesis, it is important to note that whatever its legal basis against Saddam Hussein's brutal occupation of Kuwait, Operation Desert Storm was also partly launched so as to lay the ghost of the "Vietnam syndrome," to assert that the United States could win a war, and win it quickly. To sustain this motive, one had to forget that two million Vietnamese were killed, and that sixteen years after the end of the war Southeast Asia is still devastated. Therefore making America strong and enhancing President Bush's image as a leader took precedence over destroying a distant society. And high technology and clever public relations were used to make the war seem exciting, clean, and virtuous. As Iraq underwent paroxysms of disintegration, counter-rebellion, and mass human suffering, American popular interest briefly cheered.)
Og síðan fer hann aftur til baka í fyrrum efni sitt, og talar aðeins meira um nítjándu aldar bókmenntir. Er þetta ekki snilld? Að pipra bókmenntasögulega greiningu á alvöru pólitík (lesist: BushBashing).
En á aðeins alvarlegum nótunum, þá er Said mjög veikur maður. Hann lítur ansi veiklulega út. Og síðan er hann þvílík rokkstjarna að hann mætir alltaf svo sem tíu mínútum of seint í tímann. Þessar tíu mínútur eru auðvitað ansi taugastrekktar meðal nemenda, þar sem allir hugsa auðvitað það sama: "mun hann koma aftur? er hann dáinn? ætli hann komi?" en til þess að fela að það sé að hugsa það eða hafi einhverjar áhyggjur, talar hátt og mikið við sessunauta sína, sem veldur því að pínulitla skólastofan okkar hljómar eins og fuglaberg í Vestmanneyjum.
Í öðrum fréttum, þá er Salman Rushdie að koma til Kólumbíu og ætlar að halda fyrirlestur. Ætti ég að fara?
19:01