föstudagur, febrúar 28
Neeeeeeiiiiii! (The desolate wail echoes through the empty chambers of the deserted mansion). Það er uppselt á Salman Rushdie! Og á Edward Said! Ég get kannski farið á Michael Cunningham, but really, hver veit hver það er nema leiðinlegir bókmenntafræðingar sem stúdera 20. öldina. Fyrir þá sem vilja sjá hvað ég er að missa af, kíkið á heimasíðu hátíðarinnar.
En þó, það er ljós í myrkrinu. Það er nebbnilega allt í lagi að það sé uppselt á Said. Því, þegar allt kemur til alls, þá er hann kennarinn minn. Var í tíma hjá honum í gær (mjög skemmtilegt) og hann sagði okkur þessa brjálaða sögu. Svo, á miðvikudaginn var hann að taka bílinn sinn út úr bílskúrnum þegar eiginkonan hans hringir í hann. Hann svarar, en þar sem í New York er bannað að keyra með gemsa, er hann stoppaður af lögreglunni. Said reynir að útskýra fyrir manninum að hann var að tala við eiginkonu sína, að hann sé á leiðinni á sjúkrahúsið, o.s.frv., o.s.frv. (og ekki gleyma því að láta lögreglumanninn vita að hann er SAID (hmm, en þessi hluti samræðanna eru bara ágiskanir nemendanna eftir bekkinn. Förum nú aftur í það sem Said sagði um samtalið:), en lögreglumaðurinn segir þolinmóður: "If I believe all stories like that, I would soon be out of business." Said svarar um hæl: "You are not in a business, you are a public servant." Lögreglumaðurinn er auðvitað ekki nógu ánægður með þetta og réttir honum sektarmiðann og svarar "I'll see you in court." Játvarður Said (goðið mitt, ef ég er ekki búin að segja það ennþá) svarar: "I hope I'll never see you again." "Have a nice day." "Have a lousy day." Og þannig lauk því. Það er, og þannig hefði því lokið ef við værum ekki að tala um víðfræga rokkstjörnu. Said fer og eyðir deginum í úthverfum New York, en þegar hann keyrir aftur niður í miðbæ, ákveður hann að fara að tala við hverfislögreglustöðina til að kvarta. Því að þetta er nebbnilega hverfislögreglustöðin hans. Hann hefur átt í miklum samskiptum við þessa stöð, og hún hefur reynst honum vel að vernda hann, því að (gasp) kemur í ljós að Said fær dáldið mikið af dauðahótunum. Ekki vitum við í bekknum hvernig þessi saga endaði. En Said var í mjög góðu skapi í gær, sem þýðir líklega að höfuð lögreglustöðvarinnar hefur ógilt sektarmiðann.
10:52