Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

laugardagur, febrúar 8
 
Jæja. Núna er ég loksins búin að jafna mig eftir fyrirlestrartörnina í síðustu viku. Ég er, í fyrsta skipti í tvær vikur, vel sofin og vel haldin. Lífið er gott. Elsku pabbi hringdi síðan í mig í fyrradag. Voru tvær ástæður fyrir því samtali. Í það fyrsta, þá vildi hann gefa mér leyniorðið í Íslendingabókina (v.good. þar sem ég hef getað gortað við alla fjölskyldulausu bandarísku vini mína). Í annan stað, vildi hann vara mig við því að gera ekki neitt þetta fyrsta ár nema læra svo ég komist áfram í PhD námið mitt. Þetta samtal varð til þess að ég fór að hugsa, reyndar ekki á þeim línunum sem pabbi vildi að færi. Kemur í ljós að þegar ég les gömlu færslurnar mínar hérna á þessari síðu, þá tala ég um ekkert nema partí, partí, og krár. En vitið þið hvað, það er ekki nema hluti af lífi mínu. Ég sé að ég er ekkert að minnast á the gutwrenching work sem fer í námið. Getur verið að ég sé að ritskoða mig hérna á síðunni? Auðvitað ekki sjálfrátt, heldur að ég sé ósjálfrátt að byggja upp vefpersónu sem aðrir geta lesið um, haldið að þau þekkja, en er síðan ekki ég. Þetta er mjög interesting thought, og er auðvitað grunnurinn á öllum póstmódernískum greiningum um heiminn, en þar sem ég hef officially gefið upp theory, þá held ég ekki áfram með hana. Því að auðvitað enda allar póstmódernískar greiningar í (enda)lausri afbyggingu (sam)félagslegra formGERÐA heimsins. Og síðan, þá var ég í matarboði með enskuprófessorunum fyrir þremur mánuðum (by the way, ein af fimm nemendum sem komst í matarboðið) og Julie Crawford, prófessor í enskudeildinni í sautjándu aldar bókmenntum sagði að þegar hún lýtur til baka í framhaldsnámið sitt og þyrfti að gefa eitt gott ráð til okkar, þá myndi það vera að við stunduðum "horizontal networking". Það þýðir að við eigum ekki aðeins að troða okkur upp við prófessorana, heldur líka við fólkið í deildinni, sem, after all, eftir tíu ár verður allt hottsjott prófessorar úti í heimi sem við getum hringt í fyrir góð ráð og cachet.

Nuff said. Varðandi það að ég talaði aðeins of mikið um partí, þá verð ég nú að minnast á það að Big John átti afmæli á fimmtudaginn og var haldið upp á það heima hjá Allison. Big John leyfði okkur að hlusta á nýja geisladiskinn hans sem kemur út í lok mánaðarins, og ég er ennþá stunned. Þar sem ég vissi að ég þurfti að líka vel við hann, því ekki getur kona snúið sér að vini sínum og sagt blátt áfram að þessi tónlist sé hræðileg. En... ég þurfti ekki að ljúga. Þetta er með betri geisladiskum sem ég hef heyrt í langan tíma. Svona furðuleg blanda af Radiohead, The Cure, Smashing Pumpkins og einhverjum fleirum sem ég ber ekki vit á til að greina. OG Big John (sem reyndar bað mig um að kalla sig Johnny (hahaha. As if. Hann er alveg tveir metrar. Johnny... LOL)) bauð mér á tónleika núna eftir einn og hálfan mánuð, á hljómsveit sem heitir Zwan og er nýja sveitin hanns Billy Corgan, söngvara Smashing Pumpkins heitinnar. Síðan var förinni heitið á leiðinlegan bar sem ber frumlega nafnið SoHa, og væri það ekki frétta vert, nema að það var enskudeildar kvöld þann daginn (munið allt um horizontal networking) og ég hitti fullt af eldri enskunemum sem við höfum afar lítil samskipti við, við busarnir.

Svona on a sidenote, þá verð ég að minnast á það að ég er mjög stolt af fyrirlestrinum sem ég þrælaði yfir síðustu vikurnar. Það eru allir, bókstaflega ALLIR búnir að ganga upp að mér og segja mér hve góður hann var. Sem gerist ekki oft in this cuthroat world of ivy league academia. Svo ég leyfi mér að gorta hér smá. Þar sem núna á morgun byrja ég á næsta verkefni og dett aftur niður í endalausa sjálfsvorkunn.

Já, og ég fór í bíó í gær, á Shanghai Knights, sem ég mæli EKKI með. Eina góða við þá mynd var að ég kynntist Andrew Sage betur, sem er einn af þessum eldri nemum sem ég sagði frá, og er alveg brilljant Renaissance stúdent. Eftir það dömpaði ég greyinu og fór heim til að horfa á He-Man. Nema horror of horrors, vídjóleigan hafði ekki He-Man! Arne og ég enduðum uppi með Rambo III, sem ég verð að segja er klassamynd!

Og þá er partísögum vikunnar lokið. Nú er þó eitt sem ég á eftir að segja frá, en hef ekki nennu til núna, er matarboð sem ég fór í í síðustu viku (GISP, ég veit, afargamalt á netinu. En hvað get ég gert, netið var niðri þegar ég fór í matarboðið 28. febrúar). Þetta var eftirminnilegt kvöld að mörgu leyti, en ég segi ekkert núna, þar sem ég hef sinnt skyldu minni og vakið upp forvitni fyrir næsta skipti, svona rétt eins og seríal rithöfundarnir gerðu fyrir fimmtíu árum.

15:06

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur