mánudagur, febrúar 17
Jæja. Núna er ég komin aftur í barnaskóla. Næstum því. Það er búið að loka skólanum því að það er einhver smá snjókoma úti. But no, ég er með sækógellu sem er að kenna okkur kvennabókmenntir um aldamótin 1800. Ekki fæ ég að sleppa við tímann þar. Er búin að vera að lesa Mary Wollstonecraft afar fúl í allan dag. Ekki það að MW er leiðinleg. En einhvern veginn verður kona að standa á sannfæringu sinni. Ég fékk bréf frá aðstoðarrektur framhaldsskólans þar sem hann sagði mér að háskólanum var lokað, og því er ég ekki nógu ánægð með að þurfa að brjóta gegn þeim boðum.
Oh well. Og meistaraprospektusinn á að skilast inn á morgun. Sem er svo sem nokkurn veginn allt í lagi. Þarf að gera einhverjar smá breytingar á greyinu fyrir morgundaginn, en annars er allt í lagi. Já, og síðan er að kasta sér inn í næsta verkefni, fyrirlestur sem ég á að halda í næstu viku um fangelsi í London á sextándu öldinni, efni, sem ég verð að viðurkenna að ég viti nú ekkert um.
Uppáhaldsdiskurinn minn þessa dagana: Belle and Sebastian og "The Boy With The Arab Strap". Verð að viðurkenna að ég er svo sein að öllum svona tónlistartímamótum, að ég missti alveg af B og S þegar æðið byrjaði fyrir fjórum árum (?).
Lífið allt mjög ffurðulegt þessa dagana. Og einhvern veginn er miklu meira að gera þessa önn heldur en síðustu. Ég virðist ekki gera annað en að læra. Búin að missa af fjórum partíum síðustu vikuna (yupp, ég er í hörkugengi). Og á jafnvel til að missa af einu á morgun, þar sem ég hef hreinlega ekki orku í að mæta á staðinn, sérstaklega ekki ef ég þarf að vaða í gegnum þessa tíu sentimetra af snjó sem virðist hafa lamað New York borg. Americans. Go figure.
16:20