mánudagur, febrúar 17
Já, og vitið þið hvað. Ég er komin heim klukkan ellefu. Pabbi ætti að vera stoltur af mér. Skildi Allison, Helenu og Edward eftir á byrjunarstigum sudderís, á leiðina á Underground Bar, þar sem Allison flaðrar við barþjónana til að fá ókeypis gin martinis og Helena situr og setur á sig saklausa, varnarlausa svipinn og bíður eftir að einhver reynir að hössla hana í pool, áður en hún rústar þeim og kaupir Greygoose vodka. Og Edward? Edward er bara Edward. Binna? Binna er farin heim að sofa. Ég er alveg greinilega orðin gömul. Tuttuguogfjögurraára. Gisp.
23:22