Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, febrúar 25
 
Geisp geisp og aftur geisp. Núna er klukkan rétt rúmlega ellefu á þriðjudagskvöldi og ég get ekki farið að sofa. Update: hef ekki sofið síðustu þrjá sólarhringana. Það er allt búið að vera vitlaust í skólanum. Og núna sit ég og er að vinna að fyrirlestri sem ég á að halda á morgun, og hef hreinlega ekki orku til að lesa yfir vitleysuna sem ég skrifaði í gærkveldi. Hef setið við tölvuna og fiffað til hitt og þetta í þrjá tíma, en hef ekki ennþá haft getu eða löngun til að prenta út það sem hingað til er komið, og sjá hvað mikið ég þarf að klippa út til að halda mig við tímatakmörkin. Og þá koma til óviðjafnanlegir hæfileikar mínir við að eyða tímanum. Ég fékk nefnilega þessa brjáluðu hugmynd. Fyrir hálftíma ákvað ég að þetta gengi ekki lengur, dreif mig út úr íbúðinni og fór niður á uppáhaldsdelíið mitt og keypti kaffi. Er nýkomin aftur, sé að ég er ekki enn búin að fá orkuna og ákveð að láta ykkur öll vita hvað mér leiðist. Jú, og víst er ástæða fyrir því að ég er að skrifa. Ég vil endilega segja ykkur frá því hverju ég þurfti að sleppa í fyrirlestrinum mínum. Smásaga! Here goes:

Einn góðviðrisdag árið 1586 er Burleigh lávarður, ráðherra Elísabetar fyrstu, á leiðinni til Lundúna. Þegar hann nálgast borgina tekur hann eftir því, sér til mikillar furðu, að fyrir framan hverja krá í hverju smáþorpi á þjóðveginum hanga hópar af mönnum. Þar sem Burleigh lávarður er afar gáfaður maður, dregur hann þá ályktun að þetta séu útsendarar Walsingham lávarðar, aðallöggu Elísabetar. Hann stoppar hestvagninn sinn og spyr einn hópinn hvað þeir séu að gera. Einn maðurinn svarar svo að þeir eru að leita að þremur mönnum sem grunaðir eru um að hafa átt aðild að samsæri gegn drottningunni. Burleigh lávarður hummar og spyr svo hvernig þeir skuli þekkja mennina þrjá. Svarið kemur um hæl: “Marry, one of the party hath a hooked nose.” Burleigh lávarður er skiljanlega ekki alveg nógu ánægður með vinnubrögð þessarra útsendara og strax og hann kemur til Lundúna sest hann niður og skrifar til kollega síns eftirfarandi bréf:
  • Surely, sir, whosoever hath the charge from you hath used the matter negligently; for these watchmen stand so openly in plumps as no suspected person will come near them, and if they bbe no better instructed but to find three persons by one of them having a hooked nose they may miss thereof.

Fyndið, ekki satt! Ég er ekki alveg nógu ánægð, þar sem þessi smásaga var upphafið á greininni minni, sagan sem allir hefðu hlegið að (já já, við erum bókmenntasögunördar) og skapað almenna ánægju í bekknum. Og þessi saga var líka fullkominn inngangur þar sem næsta setning í ritgerðinni minni hefði verið "Those that did not have the wit and fortune to avoid the conspicuous officers of law ended up in one of the many prisons in London" og ég hefði getað hoppað beint yfir í lýsingar mínar á hverjir voru handteknir í London, af hverju, og hvernig farið var með fanga í Lundúnum 16. aldar. En núna, núna er ég með leiðinlega ritgerð sem hefst á setningunni "There were three main categories of prisoners in early modern London." Engin hlátur, engin ánægja, aðeins leiðinlegar staðreyndir. Bleugh. Pity me please!

23:25

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur