þriðjudagur, febrúar 4
Ég roðna barasta. Kemur í ljós að ég hef birt dónaorð hérna á síðunni (sjá fyrir neðan). Siggi vinur minn úr sveitinni var að skrifa mér bréf þar sem kemur í ljós hvað orðin þrjú þýða. Ég veit núna meira um fengitíma kinda en ég hélt að ég myndi nokkurn tímann vita. Gisp. Stundum er bara allt í lagi að vera borgarbarn og þurfa ekki að búa í svæsnu sveitasamfélagi... hahahaha.
21:16