Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, febrúar 3
 
Ég er svo þreytt að ég er að farast. Eftir að hafa gefist upp á að skrifa fyrirlesturinn minn (countdown, 46 hours) eftir að hafa klárað aðeins eina blaðsíðu, eftir að hafa farið í gegnum bækurnar mínar aftur og tölvufært sjö blaðsíður af glósum um hvað ég ætla að segja í fyrirlestrinum, fór ég að sofa... eða hvað. NEI, þar sem ég er því miður í fleiri tímum í skólanum þurfti ég að eyða nóttinni að lesa A Simple Story, skáldsögu skrifaða í lok átjándu aldar, sem verður að teljast með furðulegri skáldsögum sem ég hef lesið í langan tíma. Bókin er furðulega naív, en á sama tíma dregur hún lesandann léttilega inn í svart-hvíta heiminn sinn. Ég sver, allar persónurnar í þessari guðsvoluðu bók minntu mig á unglingsstelpu á ógnvekjandi árum gelgjunnar.

Ég myndi skrifa meira, en nei, þarf að fara í tíma með goðinu Said eftir einn og hálfan klukkutíma, og þar sem ég vil vera eitthvað meira en svefndrukkin, þarf ég að kaupa kaffibolla á delíinu. Er búin að prenta út glósurnar. Er núna farin í skólann og ætla þar að sitja næsta klukkutímann við að fara yfir glósurnar, merkja þær einn tveir og þrír eftir því hvar þær eiga heima í ritgerðinni, sötra kaffið, hlusta á nýja aftur-uppáhaldsdiskinn minn (This Is Hardcore með Pulp) og hanga.

Og í kvöld: sveitt við ritgerðarskrif. Ég byrja klukkan hálfníu að staðartíma. Ef mér reiknast rétt, þá er það hálfeitt að íslenskum tíma. Endilega, you who pity me, farið á MSN Messenger á sama tíma.

12:39

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur