fimmtudagur, febrúar 20
Bandaríkjamenn hafa tekið þennan Blizzard of 2003 alvarlega! Alltaf þegar ég geng heim (og þar sem ég er massa vinsæl, þá er það alltaf eftir miðnætti...) þá sé ég DSNY (Department of Sanitation, New York) að hreinsa snjóinn. Þeir eru búnir að grafa upp alla brunahanana hérna í Nýju Jórvík, og alla póstkassana, og gröfur vinna hérna fram á rauða nótt við að breiða snjóskaflana út yfir allar göturnar (sem ég verð að viðurkenna er ansi hættulegt, í mínum augum. Því að bandarískir bílar hafa aldrei heyrt um keðjur á dekkjum, eða vetrardekkjum. Svo það er kannski ekki það góð hugmynd að hafa snjó breiddan yfir Broadway...) En hvað get ég sagt. Í dag bölvaði ég gröfunum í sand og ösku fyrir að hafa ekki breitt snjóinn nógu vel út yfir allar breiðgöturnar. Því að götuhornin þeirra hafa ekki frárennsli. Það er stórhættulegt að vera gangandi vegfarandi í Nýju Jórvík þessa dagana. Ég hef ekki haft þurra fætur síðustu fjóra dagana. Við göngum um í stórfljótum. Við reynum að komast yfir götuna með því að klofa yfir þriggja metra skafla, eða þrjátíu sentimetra djúpa polla. Lífið er erfitt. Og ég sem þurfti að komast í miðbæ til að kaupa svipu handa elsku Helenu, norninni minni...
04:07