sunnudagur, janúar 5
Yessirree! Fór og hékk í Alphabet City í gærkveldi. Auðvitað myndi elsku Helena mín fá hjartaáfall ef hún vissi af því. Helena er manneskjan með rafmagnsbyssuna, og tvo mace-brúsa (annan af hverjum hún lofaði að gefa mér þangað til að ég varaði hana við því að ég væri kannski ekki besta manneskjan til að treysta fyrir brúsa af blindandi piparspreyi, þar eð mér finnst gaman að fikta í hlutum--lengi). En nóg um það. Stafrófsborg er nafnið á fimm breiðgötum á austurhluta Manhattaneyjunnar. Nafnið kemur til vegna þess að göturnar heita þeim frumlegum nöfnum Avenue A, B, C o.s.frv. Fyrir tíu árum var þetta ef til vill hættulegasta hverfi eyjarinnar. Núna er hverfið hins vegar orðið hipp og trendý og uppar flykkjast þangað í hrönnum til þess að fá húsnæði nálægt fjármálahverfinu án þess að borga milljón í leigu á mánuði. Hverfið er núna furðuleg blanda af kúl listamönnum, wannabe uppum, og genuinely scary people, sem hækkandi húsaleiga hefur ekki enn tekist að hrekja burtu úr hverfinu.
Anyways, Chris vinur minn, sem bauð mér í heimsókn til sín, býr þarna í jaðri hverfisins, á þeim mörkum þar sem Stafrófsborg verður að 1. breiðgötu. Chris er væntanlega klárasta lífvera sem ég á nokkurn tímann eftir að hitta. Maðurinn byrjaði að semja eigin tungumál, með eigin málaforða og málfræðireglum, þegar hann var átta ára. Þegar hann var í menntaskóla skilaði hann inn 120 blaðsíðna lokaritgerð í trúarbragðafræði þar sem hann lýsti samfélagi sértrúarsöfnuðs, ímynduðu tungumáli þeirra, samskiptareglum, trúarreglum, o.s.frv. Hann talar níu tungumál, ef ég giska rétt á, en þekkir til ótal fleiri. Hann er búinn að læra íslensku í sex mánuði, en er þegar farin að koma með innilega óþægilegar spurningar um beygingarkerfið, þar sem hann bendir á misræmi í reglunum, spyr mig af hverju á þeim stendur, og ég get aðeins yppt öxlum og sagt: "Just because". Já, og hann þekkir Piscataway, gamla bæinn minn í New Jersey. Kemur í ljós að hann var í Rutgersháskóla þegar við bjuggum á kampus, við pabbi mamma og Þórey systir. Við höfum getað slúðrað mikið um suburbia NJ. Öfga gaman. En nóg um það. Þetta var skemmtilegt kvöld. Við fengum okkur indónesískan mat og fórum síðan út að rölta með Mónu, litlum bolabítakríli sem hann á. Öfga stuð, þar sem ég hef aldrei fengið að halda í band á hundi á röltinu. Verð samt að segja on a sidenote, að eins og aðrir Bandaríkjamenn, þá á Krissi í pathólógísku sambandi við hundinn sinn. Og hann þekkti nöfnin á öllum hinum hundunum sem við hittum á gönguferðinni. Meget underligt!
Já, og ég er búin að vera frá Íslandi í fjóra mánuði. Ég á aldrei eftir að geta snúið til baka þar sem ég er greinilega ekki alvöru Íslendingur. Ég er þegar búin að gleyma öllu um Reykjavík. Þegar Krissi og ég sátum á klúbbnum Liquids að hlusta á vinkonu hans spinna diska, spurði hann mig hvar ég byggi í Reykjavík. Ég svara auðvitað sem svo, "near the big street that goes to the countryside" en hvað sem ég reyni, man ég ekki nafnið á götunni. Ég er svo pirruð yfir þessu að heilinn á mér gefur frá sér undarleg hljóð meðan ég hugsa og hugsa og hugsa og hugsa um götuheitið. Er byrjuð að fara í gegnum stafrófið til að athuga hvort það muni hjálpa mér (er komin upp að H. Hringbraut, nei, Hveragerði, nei) þegar Krissi kemur með kort af Reykjavík (ekki eins furðulegt og það hljómar. Hann býr tveimur húsum við hliðina á klúbbnum). Og Halló Miklabraut. Ég bjó við hliðina á þér í átta ár. Núna þarf ég bara að reyna að muna hvað gatan sem gamli Mikligarður, núverandi IKEA heitir. Ég var svo viss um að sú gata væri Miklabraut. Gisp. C.O.B.
21:56