miðvikudagur, janúar 22
Verð hreinlega að mæla með eftirfarandi vefleiðara: Diabla. Ég er núna búin að fylgjast með leiðaranum í fjóra mánuði og hef hreinlega ekki gert mér enn grein fyrir því hvort þetta er brandari eða alvöru sautján ára stúlka. Að lesa pælingar þessarar ungu dömu er eins og að detta inn í bandarískan teen-angst þátt, þátt eins og My So Called Life. Ég sver, hún hefur áhyggjur af útliti, af strákunum í kringum sig, af bólunum á nefinu, og veltir því fyrir sér af hverju enginn er búinn að fremja fjöldamorð í skólanum hennar. Text-book unglingagelgja. Ég man svona vaguely eftir þessum pælingum, en þar sem ég er orðin gömul og tuttuguogfjögurra ára, þá skulum við sem minnst segja um það...
09:51