Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

föstudagur, janúar 10
 
Vá! Ég fékk fyrstu martröðina mína í langan tíma í nótt. Vaknaði upp með miklum herkjum í morgun (jæja, um hádegi) og var í vondu skapi í fimmtán mínútur.

Sögustaðurinn: fyrsti dagurinn í ónefndum skóla, fyrsti tíminn í ónefndri feminískri miðaldafræði.
Söguhetja: Ég


1. atriði.
Söguhetja gengur inn í skólastofu. Hún dregur upp bækurnar fyrir þennan tíma. Áhorfandi sér, sér til mikillar skelfingar, að skólataskan er stútfull af bókum, þar sem söguhetja er einstaklega samviskusöm ung stúlka. Söguhetja sest við hliðina á ungri stúlku og skemmtir sér við að taka upp tvær mismunandi útgáfur af textanum sem til stendur að ræða í dag, eina útgáfu sem gefin var út fyrir þrjátíu árum, og er klassísk, þó ekki góð, og aðra sem er nýútgefin og er þrjúhundruð blaðsíðum lengri (vegna einstaklega góðs verks ritstjóranna, sem hafa bætt við fjölda neðanmálgreina og útskýringakafla). Sessunautur, busastelpa ein ung, andvarpar af öfund og (shall we say it) lotningu yfir þessari forsjálni.

Busastelpa: "Komstu með tvær bækur?"

Söguhetja hugsar þögul í smá stund og sér að sessunautur hennar er ekki með neinar bækur.

Söguhetja: "Viltu fá eina lánaða?"

Söguhetja réttir busastelpu nýrri bókina og lengri.

2. atriði
Söguhetja röltir inn í innra herbergi af skólastofunni þar sem hún nennir ekki lengur að sitja við hliðina á busastelpunni, og bíður þar eftir að tíminn hefjist og að vinir af hennar skapi komi og setjist við hlið hennar.

3.atriði
Langur tími hefur liðið og söguhetja situr enn ein í innra herberginu. Henni er ekki rótt.

4.atriði
Söguhetja stendur á fætur, gengur út úr herberginu, og sér að tíminn er búinn. Vegna mikils fjölda nemenda í bekknum, var búið að færa tímann yfir í aðra stofu, og þar sem söguhetja er föst í innra herberginu, er hún ekki látin vita.

[FLASHBACK: við erum stödd í myrkraðri, troðfullri skólastofu. Kennari sem stendur á bak við púltið spyr í röddu sem hefur verið hægð niður: "eru allir hérna". Dyravörður, kona sem er í nokkurskonar nasistabúningi (I kid you not!), segir "Nei, en við getum ekki beðið lengur", ýtir á takka, og hátæknihurðin sígur niður með miklum hávaða, svo enginn komist inn og út aftur fyrr en tímanum er lokið.]

Söguhetja er látin vita (og nú er ég aftur komin í svo vont skap að ég get ekki einu sinni REYNT að setja þetta í díalóg) að busastelpa er búin að glósa í bókina hennar, búin að sitja með blýant og undirstrika groddalega margar blaðsíður í bókinni, svo stundum sést ekki í textann. Í vondu skapi fer söguhetja og talar við kennarann, sem getur ekki gefið góðar skýringar á því að tíminn var kenndur þegar söguhetja var ekki þarna. Söguhetja uppgötvar að hún getur ekki verið dónaleg við kennarann, svo hún strunsar aftur til busastelpu og skipar henni þjasnalega að stroka út glósurnar úr nýju fimmhundruð blaðsíðna útgáfunni. Busastelpa byrjar að stroka út með strokleðrinu á ENDA BLÝANTSINS (the horror the horror!) og þá hringir dyrabjallann og Binna vaknar upp með andfælum, og tekur hana nokkrar sekúndur að uppgötva að þetta (thank the mighty goddess) var aðeins draumur, og tiltölulega lengra en það að jafna sig yfir afar vondu skapinu yfir að hafa verið svona illa farin af akademíunni.

13:12

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur