mánudagur, janúar 20
Kvöldið komst samt ekki í hálfkvisti við eftirleikinn. Þegar ég kem heim, í rífandi góðu skapi eftir að hafa drukkið kaffi síðustu þrjá tímana, leggst ég fyrir framan sjónvarpið, kveiki á kassanum, og ramba inn á Charles in Charge. Charles in Charge er alveg gífurlega leiðinlegur gamanmyndaþáttur sem var framleiddur um miðjan níunda áratuginn, og var uppáhaldsþáttur okkar Þóreyjar þegar við bjuggum hérna í Bandaríkjunum í gamladaga. Við tvær vorum vanar um að rífast um hvort Charles eða vinur hans, Buddy, væri myndarlegri. Voru skoðanir skiptar skiptum við jafnvel oft um hliðar í því rifrildi. Scott Baio, sjálfur Charles, stóð alltaf fyrir sínu (sjá mynd) en Buddy var fyndinn.
Í dag verð ég tvímælalaust að segja að ég stend heilshugar með Buddy. Buddy var leikinn af einum Willie Ames. Willie Aames er fyrrverandi barnastjarna í gamanmyndaþáttunum Eight is Enough. Þar lék hann prakkarann Tommy Bradford af einskærri list. Þegar framleiðslu þáttaraðarinnar lauk árið 1981 gerðist Willie þunglyndur og kókaínskur (eins og svo algengt er meðal fyrrum barnastjarna). Það bjargaði lífi hans að fá að komast aftur í sviðsljósið með hlutverki sínu sem Buddy Lumbeck. Já og auðvitað að uppgötva Jesús Krist. Núna er Willie ein stærsta kristna leikstjarnan í Bandaríkjunum. Hann hefur slegið í gegn í hlutverk sínu sem Biblíumaðurinn. Biblíumaðurinn er ofurhetja sem berst við óvini eins og Dr. Lygara og Maddömmu Glimmer með bænir og sverð sannleikans að vopni. Go figure. Americans.
13:51