sunnudagur, janúar 12
Jæja. Núna er jólafríinu að ljúka. Hailey er að koma aftur heim. Þetta er sem sagt íbúðarfélaginn minn. Hún er búin að vera í burtu síðan á miðvikudaginn, að skemmta sér í Washington D.C. Og meðan kötturinn er í burtu, þá leika mýsnar sér (eða músin í þessu tilviki). Don't get me wrong, Hailey er alveg yndisleg manneskja, Kaliforníubúi að lífi og sál. En hún er svo bandarísk... Ég er búin að nota þessa fjóra daga vel. Ég hef ekki þvoð neina diska, stofan er troðfull af bókum sem ég hef byrjað á og ekki nennt að klára, suddalega teppið mitt liggur tilbúið í sófanum fyrir vídjófestivals, ég horfði á bíómynd í fyrradag klukkan hálffjögur um nóttina (ah, æðislegt) og ég hef, as a point of pride, sprangað um íbúðina í nærfötum við hvert tækifæri sem gefst. En nú er fríinu lokið. Þegar ég slekk á tölvunni núna þarf ég að fara að þvo diska, taka til í stofunni og klæða mig. Gisp. Já, og fara að kaupa appelsínusafa þar sem ég stal öllum safanum hennar Haileyjar (haha, stal öllum safanum hennar Haileyjar. Sounds dubious...).
Annars hringdi Þórey systir í mig í gær. Kemur í ljós að allar myndirnar sem við tókum yfir jólin eru eyðilagðar. 2000 króna myndavélin sem ég keypti í Bangkok var loksins að gefa upp öndina. Þegar hún tók einu filmuna sem við náðum að taka með til Wales, og hafði hana framkallaða, kom í ljós að það voru bara feministamyndir af göngunni 1. maí síðastliðinn sem komu út úr vélinni. En vélin hafði látið okkur vita að það voru tuttuguogfimm myndir af filmunni, svo að jólamyndirnar okkar eru allar teknar upp á eina mynd, hver ofan á annarri. Auðvitað er leiðinlegt að hafa ekki myndir af hormónalambinu okkar eða af litla jólarunnanum okkar, og af okkur á jóladag (two gorgeous women) en ég hef samt ekkert samviskubit. Þórey framkallaði nebbnilega á sama tíma myndir sem hún tók upp á myndavélinni af kveðjuveislunni minni í ágúst (gorgeous veisla sem ég hugsa enn vel til, þar sem ég krafðist þess að allir stæðu upp og héldu ræðu um hvað æðisleg ég er. ahem. ahem.) Aðeins tvær myndir komust óskaddaðar af þessari veislu.
Svo að allir heima, elskurnar, ef þið eigið myndir úr veislunni, myndir sem þið væruð til í að afrita svo að ég eigi ljósminningar af mínum bestest bestest friends öllum samankomnum á einum stað, endilega látið mig vita!
16:52