þriðjudagur, janúar 21
Jæja, ég var loksins í sama tíma og frægasti nemandinn við enskudeild Kólumbíu. Já, ég, Brynhildur, sat í tíma með sjálfri Júlíu Stiles. Ég veit, ég veit, ég heyri æsingaröskrin í ykkur alla leiðina hingað til Nýju Jórvíkur, and rest assured, ég er sjálf hoppandi af æsingi. Já, ætli ég hafi ekki grennst um fimm kíló í dag vegna valhoppsins. Þetta verður þó í fyrsta og síðasta skipti sem ég mun sitja með gyðjunni. Það er ekki möguleiki að ég nenni að hanga í hundraðmanna fyrirlestratíma um Dante og forgarð helvítis.
Annar hápunktur dagsins í dag: tíminn sem bar hið girnilega heiti "The History of the English Language". Tíminn byrjaði svo sem vel. Ég kom snemma og fylgdist með hryllingi þegar skólastofan smám saman fylltist af menntaskólanemum (meðalaldur svo sem átján). En síðan gekk kennarinn inn. Eftir að hafa lýst bókunum tveimur (TVEIMUR) sem við áttum að lesa í þessum tíma sem "so horribly bad they are almost good" hófst kennslan. "English is a lot like German. English is more like German than French." Og síðan tók við einn og hálfur tími sem ég hefði ekki viljað missa af. Kennarinn reyndi að teikna upp indóevróska tungumálatréð á töfluna. Eftir að hafa strokað út orðið "indoeuropean" (stafsetti það vitlaust í fyrsta skiptið), skrifaði hann þrjár undirgreinar. Fyrst voru það germönsku málin, sem apparently eru aðeins tvö, enska og þýska. Síðan fylgdu latínumálin (einnig aðeins tvö, franska og spænska). Að lokum komu slavnesku málin. "First there is Russian, and then there are (langt hik) other Slavic languages). Ergo, aðeins eitt slavneskt tungumál.
Spurning: "Professor, do you have to believe in this (student points vaguely at the blackboard) unless you're like a smart PhD student? (Klári doktorsneminn er á þessum tímapunkti að beita allri sinni athyglisgáfu við að teikna blóm á fingur vinstri handar.)
Kennarinn fór síðan hamförum að lýsa samhljóðabreytingunum miklu sem hafa átt sér stað milli mismunandi greina tungumálatrésins. Sem út af fyrir sig er áhugavert, nema það að kennarinn talar ekki orð í þýsku, frönsku, latínu eða grísku, svo að hann gat í rauninni ekki komið með nein dæmi um þessar breytingar. Lágpunktur kennslunnar er þegar hann, oftar en einu sinni, byrjar að tala um orð í enskri tungu sem eru tengd öðrum orðum, en man síðan ekki orðin sem þau eru tengd við (ég gæti komið með dæmi, but really, it's too sad). Aðalniðurstöður kennslunnar er það að tungumál eru tengd og tungumál eru gömul og hafa þróast í langan tíma.
Spurning: Professor, I don't understand this tree. I mean, why don't you just go with the oldest language, since that must be the first language? Why isn't Greek older than the Germanic languages? (Klári doktorsneminn hefur klárað alla fingur vinstri handar og hefur komist að því að handarbakið er fullkomið við að búa til flókin blómamynstur. Groovy, if I say so myself.)
Gekk út úr þessum tíma með nýtt áhugamál. Er að pæla að kaupa bók um hennamálningu og síðan málninguna sjálfa. Kemur í ljós að ég hef mikla og listræna hæfileika á þessu sviði.
22:50