Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, janúar 5
 
Já og ekki nóg með að ég muni ekki hvað Miklabraut heitir, þá er ég íslenski orðaforðinn minn farinn að minnka allsvakalega. Ég hef alltaf slett mikið á ensku, svo að engin breyting er þar á, nema hvað að fyrir hálfu ári, þá hefði ég geta sagt án umhugsunar hvað íslenska orðið fyrir ensku sletturnar mínar sé. Ekki lengur. Tungumálaslettur eru ekki lengur til að auka fjölbreytni og spennu í textanum sem ég skrifa. Það er ekki lengur neitt frelsi í slettuninni. Núna er notkun slettna orðin nauðsyn, til þess að ég geti fyllt upp í götin sem skapast þegar ég stari á tölvuskjáinn og reyni að koma heildstæðri hugsun frá mér á íslensku.

Já og fyrir utan það að ég er farin að skrifa málfræðilega vitlausan texta: tíð og fall passa oft ekki saman, stundum koma vitlausar forsetningar fyrir í textanum og já, ég held að ég hafi séð tvær stafsetningavillur nýlega. I am not amused. C.O.B.

22:09

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur