Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

föstudagur, janúar 3
 
Hef ekki yfirgefið íbúðina mína í tvo daga. Kemur í ljós að ég byrja ekki í skólanum fyrr en eftir þrjár vikur, og þar sem ég hef ekkert að gera þangað til nema lesa þessar fimmtíu bækur sem ég hef ætlað mér að lesa síðustu þrjá mánuði, er ég í góðum gír. Ég er í annarlegu ástandi. Ég hef ekki grænan grun hvaða vikudagur er í dag. Ég sef þegar ég þarf að sofa, sem þýðir að ég er búin að skipta svefninum í tvennt. For example. Vaknaði í morgun klukkan fjögur um nóttina eftir að hafa sofnað klukkan níu kvöldið áður. Las tvær bækur, fór í sturtu, borðaði morgunmat, lék mér í tölvunni, las eina bók og byrjaði á annarri, sofnaði aftur (tja, kannski um fjögurleytið), vaknaði (segjum klukkan níu), fékk mér kvöldmat, horfði á sjónvarp, hélt áfram að lesa, fór í tölvuna, þar sem ég er núna, og held að ég eigi eftir að sofna eftir svo sem þrjá tíma. C'est la vie! Líf letingjans. The life of the unemployed graduate student. La vie de la mouton. Hef þó komist að því að því meira sem kona liggur í leti, því þreyttari verður hún. Er því með mikil plön fyrir morgundaginn, að fara í billjard um hádegið áður en ég hef lestur.

00:22

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur