sunnudagur, janúar 26
Ha! Við höfum uppgötvað mikið samsæri hjá Eddu miðlun ehf. Þetta stærsta útgáfufyrirtæki Íslands er sem sagt nýbúið að setja upp netpróf á heimasíðu sinni. Eins og alþjóð veit tók ég prófið og komst að því að ég hafði tiltölulega rökréttan heila miðað við konu (ég veit, hljómar fáránlega, en þetta er það sem þeir segja... Well, eftir ábendingar frá Þóreyju og Eagle tók ég prófið aftur tvisvar. Í bæði skiptin svaraði ég eins en í fyrra skiptið kvaðst ég vera kona og í seinna skiptið kvaðst ég vera karl. Well, kemur í ljós að þegar ég segist vera karlmaður fæ ég miklu "lógískari" stigatölu en þegar ég kveðst vera kona. Þ.e.a.s. sem karlmaður fæ ég 85 stig en sem kona fæ ég 160 stig.
13:49