þriðjudagur, janúar 21
Fyrsti skóladagur í dag. Og svo sem til að halda upp á það, vaknaði ég klukkan sjö í morgun með þessa svæsnu hálsbólgu. Ég dríf mig auðvitað inn baðherbergi, róta til í hillunni í leit að pillum og dreg upp afar gamla flösku af kvefmeðali, og sturta niður tveimur glösum af sætum vökvanum. Þvílík víma. Ég stari skelfingu lostin á bleiku flöskuna og sé að þetta er Nyquill, kvefmeðal fyrir svefninn. Ég rétt næ að staulast inn í svefnherbergi áður en ég rotast. Dró mig á fætur núna fyrir tíu mínútum, og sit hérna hálf vönkuð við tölvuna til að reyna að vekja mig. Það er nebbnilega fyrsti skóladagur í dag. (ó, I just said that, didn't I?)
10:05