Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, janúar 7
 
Furðulegt! Þegar ég gekk heim í kvöld var Broadway algjörlega tóm. Ekki sála var á ferli, og götuljósunum tókst ekki að hylja niðamyrkrið sem umkringir borgina klukkan þrjú að nóttu til. En hvað. Hvað sé ég? Hvítum sportbíl hefur verið lagt við götuna, undir brotnu umferðarljósi. Og appelsínugul umferðarkeila hefur verið sett ofan á þakið á bílnum. Ég yppi öxlum og held áfram, en hvað svo, það er einhver í bílnum. Án þess að vera of áberandi (því að klukkan þrjú um nóttina á tómri götu í New York borg, reynir kona að ganga sem hraðast og horfa sem minnst á annað fólk) sé ég... engan í bílnum. Ekki einu sinni bílstjórasætið. Það hefur verið lagt niður, einhver liggur greinilega í myrkrinu í hvíta sportbílnum með appelsínugulu umferðarkeiluna á þakinu og... og spilar kapal á fartölvu. How weird is that!

02:58

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur