þriðjudagur, janúar 7
Furðulegt! Þegar ég gekk heim í kvöld var Broadway algjörlega tóm. Ekki sála var á ferli, og götuljósunum tókst ekki að hylja niðamyrkrið sem umkringir borgina klukkan þrjú að nóttu til. En hvað. Hvað sé ég? Hvítum sportbíl hefur verið lagt við götuna, undir brotnu umferðarljósi. Og appelsínugul umferðarkeila hefur verið sett ofan á þakið á bílnum. Ég yppi öxlum og held áfram, en hvað svo, það er einhver í bílnum. Án þess að vera of áberandi (því að klukkan þrjú um nóttina á tómri götu í New York borg, reynir kona að ganga sem hraðast og horfa sem minnst á annað fólk) sé ég... engan í bílnum. Ekki einu sinni bílstjórasætið. Það hefur verið lagt niður, einhver liggur greinilega í myrkrinu í hvíta sportbílnum með appelsínugulu umferðarkeiluna á þakinu og... og spilar kapal á fartölvu. How weird is that!
02:58