Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, janúar 14
 
Þetta er samt dáldið tragikómískt. Ég og Allison erum búnar að eyða jólafríinu að analísera allt sem Jean Howard, gyðjan okkar, er búin að gera síðustu önn. Við tvær erum sem sagt nýjustu akolítarnir hennar. Saman erum við búnar að lesa bækur sem hún hefur skrifað, farið með smásjá yfir tölvupóst sem hún hefur sent okkur, og setið eins og tvær unglingsstelpur skotnar í sæta stráknum í U-bekknum og rýnt í hegðun Jeans, hvernig hún talar við okkur, hvað hún segir við okkur, og hvernig hún hegðar sér við okkur. (Nýjasta analísering: Jean veit að við erum tilvonandi lærimeyjar, þar sem hún hefur, hmm, hvernig orða ég þetta, skuldbundið sig (aðeins of sterkt orð, en er fyrir löngu búin að gleyma íslenskunni og veit ekki betra) við okkur. Ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur af hverju við komumst að þessari niðurstöðu. Það hljómar eitthvað svo geðveikt og brjóstumkennanlegt þegar það er sett niður á blað.) En ég er ein af tólf sem komumst inn í næsta bekk hennar, á þessari önn, um leikrit sem skrifuð voru í London í byrjun sautjándu aldarinnar, og hún er meistararitgerðarleiðbeinandinn minn, svo að... Nei, þetta er ekki að hjálpa. Er ennþá öfgapirruð yfir þessu.

13:26

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur