Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

miðvikudagur, janúar 22
 
Þetta er mjög áhugavert. Ég er alveg greinilega komin í gengi. Ég er búin að skíra það Ólsen gengið. Af hverju gætuð þið spurt ykkur. Nú, vegna þess að ég er búin að kenna þeim öllum Ólsen ólsen sem er orðið míníhitt hérna úti. Ég þarf kannski að taka það fram að spilið hefur verið ameríkanserað og kallast nú Oldie Olsen og reglurnar eru núna orðnar fluid, þar eð þær breytast eftir því sem fleiri rauðvínsglös eru drukkin samlætis (don't even ask, very complicated).

Nei annars, nóg um það. Er alsæl um að skólinn skuli vera byrjaður, þrátt fyrir að ég sé strax komin eftir á við lesturinn. Það er svo æðislegt að hitta aftur fólk. Jafnvel fólk sem ég hef hingað til haft engan áhuga á er skyndilega orðið að perluvinum þegar ég hitti það aftur, rek upp mikinn skræk, faðma það og ískra: "How was your holiday sweetie? That's nice!" Og við þrjár nornirnar höldum á öllum þráðum, og erum eins og svartar ekkjur í miðjunni á stóru og klístrugu neti. En ég má ekki segja meira um það. Þetta er allt hush hush á 113. stræti.

21:54

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur